Handbolti

Kasi-Jesper vill fá Ólaf í AG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Ólafur Stefánsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images

Jesper Nielsen, eigandi danska liðsins AG Kaupmannahöfn og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, vill fá Ólaf Stefánsson í raðir AG á næsta tímabili.

Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum í gær. Upphaflega átti Ólafur að fara til AG eftir að hann fór frá Ciudad Real árið 2008 en hann fór á endanum til Rhein-Neckar Löwen og gerði tveggja ára samning við félagið.

Nú vill Nielsen fá Ólaf til Kaupmannahafnar en í sömu frétt segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, vilji halda Ólafi áfram.

Þó gæti auðveldað málin er að í sumar mun pólska skyttan Krysztof Liejewski ganga til liðs við Löwen frá Hamburg en hann spilar í sömu stöðu og Ólafur.

Nielsen hefur áður sagt í viðtali á heimasíðu AG að hann vilji fá Ólaf í sínar raðir fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×