Handbolti

Aron með þrjú mörk fyrir Kiel í fjögurra marka sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann 33-29 sigur á pólsku meisturunum í KS Vive Kielce í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag. Kiel var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16-13. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel-liðið eins og allir vita.

Marcus Ahlm, Momir Ilic og Filip Jicha skoruðu allir sex mörk fyrir Kiel í leiknum en fimm af mörkum Ilic komu af vítalínunni. Serbinn Rastko Stojkovic skoraði 13 mörk fyrir pólska liðið.

Kiel hefur náð í 5 af 6 mögulegum stigum í fyrstu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni en þeir hafa allir verið á heimavelli. Aron hefur skorað alls sex mörk í þessum þremur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×