Handbolti

Fritz bjargaði stigi fyrir Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henning Fritz, markvörður Rhein-Neckar Löwen.
Henning Fritz, markvörður Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts
Markvörðurinn Henning Fritz var hetja Rhein-Neckar Löwen er liðið gerði jafntefli, 23-23, við pólska liðið Kielce á útivelli í Meistaradeild Evrópu.

Staðan í hálfleik var 12-12 og var leikurinn afar spennandi. Heimamenn byrjuðu betur í seinni hálfleik en allt leit út fyrir sigur Þjóðverjanna þegar leið á leikinn.

En Kielce náði að skora síðustu tvö mörkin í leiknum og jafna metin í 23-23. Löwen var í sókn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum en leikstjórnandinn Börge Lund gaf boltann klaufalega frá sér á lokasekúndunum.

Kielce komst í hraðaupphlaup en Karol Bielecki, Pólverjinn í liði Rhein-Neckar Löwen, braut á sóknarmanninum og fékk rautt fyrir. Kielce fékk víti sem Fritz varði um leið og leiktíminn rann út.

Þetta var fyrsta stigið sem Rhein-Neckar Löwen tapar síðan að Guðmundur Guðmundsson tók við þjálfun liðsins í síðasta mánuði.

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×