Handbolti

Füchse Berlin og TuS N-Lübbecke áfram í þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson stýrði Füchse Berlin til sigurs í bikarnum í kvöld.
Dagur Sigurðsson stýrði Füchse Berlin til sigurs í bikarnum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Íslendingaliðin Füchse Berlin og TuS N-Lübbecke komust í kvöld í 16 liða úrslit þýska bikarsins í handbolta eftir sigra á útivelli. Sigur Füchse Berlin var öruggur en TuS N-Lübbecke þurfti framlengingu til þess að komast áfram.

TuS N-Lübbecke vann 31-30 sigur á SG BBM Bietigheim í framlengingu. Þórir Ólafsson tryggði TuS N-Lübbecke framlenginu með því að jafna leikinn í 25-25 í lok venjulegs leiktíma. Þetta var fimmta og síðasta mark Þóris í leiknum en

Füchse Berlin, lið Dagurs Sigurðssonar, vann ellefu marka sigur á SC DHfK Leipzig á útivelli, 34-23. Alexander Petersson skoraði 3 mörk en markahæstur var Austurríkismaðurinn Konrad Wilczynski með þrettán mörk. Füchse Berlin var 18-11 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×