Handbolti

Rhein Neckar Löwen vann stórsigur á frönsku liði

Óskar skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk í dag.
Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk í dag. Mynd/DIENER
Rhein Neckar Löwen hefur byrjað frábærlega undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og í dag vann liðið fimmtán marka stórsigur á franska liðinu Chambery Savoie, 37-22, í Meistaradeildinni.

Rhein Neckar Löwen er því áfram eina liðið í sínum riðli sem er með fullt hús en leikurinn í kvöld var fyrsti leikur liðsins á heimavelli í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein Neckar Löwen og Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk. Bjarte Myrhol var markahæstur með 7 mörk og Uwe Gensheimer skoraði 6 mörk.

Guðmundur Guðmundsson tók við þjálfarastöðunni hjá Rhein Neckar Löwen 23. september síðastliðinn og síðan þá hefur liðið unnið alla fimm leiki sína þar af hafa þrír þeirra verið í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×