Handbolti

Góðir sigrar hjá Kiel og Wetzlar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron skoraði tvö mörk í kvöld.
Aron skoraði tvö mörk í kvöld.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel unnu seiglusigur á nágrönnum sínum í Flensburg, 31-37, í stórleik kvöldsins í þýska handboltanum.

Flensburg var lengi vel yfir en í stöðunni 27-27 tók Kiel öll völd á vellinum og keyrði yfir heimamenn í Campushalle.

Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Kiel og skoraði tvö mörk.

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar unnu góðan og óvæntan sigur á Göppingen, 23-22. Kári skoraði þrjú mörk í leiknum.

Þórir Ólafsson skoraði síðan fjögur mörk fyrir Lubbecke sem tapaði gegn Gummersbach, 31-26.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×