Handbolti

Serdarusic hættur með landslið Slóveníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Noka Serdarusic.
Noka Serdarusic. Nordic Photos / Bongarts

Noka Serdarusic er hættur sem landslisþjálfari Slóveníu en það var tilkynnt í gær.

Serdarusic var áður þjálfari þýska stórliðsins Kiel í fimmtán ár en tók við slóvenska landsliðinu í júlí í fyrra.

Slóvenar náðu sér aldrei á strik undir hans stjórn en Serdarusic var ósáttur í starfi og hætti af þeim sökum.

Hann tók við þjálfun Celje Lasko fyrr á þessu ári og heldur áfram í því starfi. Hann mætir sínu gamla félagi, Kiel, í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×