Fleiri fréttir

„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins“

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var eðlilega kátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn erkifjendum sínum í tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Xhaka skoraði þriðja mark Arsenal í dag og segir liðið hafa verið með yfirburði á vellinum frá upphafi til enda.

„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“

Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

Hefur eytt 130 milljónum í hinar ýmsu lausnir til að bæta leik sinn

Brasilíumaðurinn Emerson Royal, hinn skrautlegi bakvörður Tottenham, hefur á undanförnum mánuðum eytt tæpum 130 milljónum króna í hinar ýmsu lausnir til að bæta sig sem knattspyrnumaður. Hann hefur meðal annars ráðið njósnara til að fylgjast með Achraf Hakimi, bakverði PSG.

Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika

Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris.

Útlit fyrir að Ronaldo byrji gegn Man. City

Útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo verði í byrjunarliði Manchester United, í fyrsta sinn í sjö vikur, þegar liðið mætir meisturum Manchester City í stórleik um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Hvetur Maguire til að hitta sálfræðing

Tími hjá sálfræðingi gæti hjálpað Harry Maguire í þeim vandræðum sem hann glímir við um þessar mundir. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins.

Mark Dag­nýjar dugði ekki gegn Eng­lands­meisturunum

Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur.

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Cantona stakk upp á því að verða for­seti fót­bolta­mála hjá Manchester United

Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrir­liði Manchester United

Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale

Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september.

Sjá næstu 50 fréttir