Fleiri fréttir

Danny Welbeck heggur skarð í titilbaráttu Chelsea

Brighton & Hove Albion sótti óvænt stig á Stambord Bridge í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea þurfti á sigri til að halda í við topplið Manchester City sem getur með sigri í hinum leik kvöldsins, komist í átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Segir að Klopp hafi engar afsakanir

Alan Shearer segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, geti ekki afsakað tap liðsins fyrir Leicester City í gær með leikjaálaginu yfir hátíðirnar.

Arteta með veiruna í annað sinn

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann mun því ekki stýra Arsenal gegn Manchester City á nýársdag.

Liverpool mistókst að halda í við toppliðið

Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna.

Búið að fresta leik Everton og Newcastle

Leikur Everton og Newcastle sem átti að fara fram næstkomandi fimmtudag í ensku úrvalsdeildinni verður að bíða betri tíma, en vegna fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan herbúða Newcastle hefur leiknum verið frestað.

„Þið eruð að tala um topp fjóra, ekki við“

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki vera að hugsa um Meistaradeildarsæti eftir að hans menn komust aftur á sigurbraut með 4-1 útisigri gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham tókst ekki að nýta liðsmuninn

Tottenham er enn taplaust undir stjórn Antonio Conte í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en varð að láta sér nægja 1-1 jafntefli gegn Southampton í dag þrátt fyrir að hafa ellefu menn gegn tíu allan seinni hálfleik.

United hafnaði tilboði Sevilla

Manchester United hefur hafnað tilboði frá spænska félaginu Sevilla sem freistaði þess að fá Frakkann Anthony Martial að láni út tímabilið.

De Gea bjargaði stigi gegn Newcastle

Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins.

Rangnick horfir til Þýska­lands

Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri.

Leik Arsenal og Wol­ves frestað

Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna.

Brig­hton gekk frá Brent­ford í fyrri hálf­leik

Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil.

Terry aftur til Chelsea

John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum.

Þurfti á svona frammistöðu að halda

„Ég er ánægður með eigin frammistöðu en ég verð að halda áfram,“ sagði Romelu Lukaku eftir 3-1 sigur Chelsea á Aston Villa. Lukaku var að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í deildinni síðan hann skoraði tvennu gegn sama liði þann 11. september.

Skemmti­legur leikur á að horfa

„Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa þrjú stig til viðbótar fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir ótrúlegan 6-3 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.

Svekkjandi tap í fyrsta leik Daníels Leó á tíma­bilinu

Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson fékk loks tækifæri í byrjunarliði Blackpool er liðið sótti Huddersfield Town heim í ensku B-deildinni í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en töpuðu 3-2 eftir að missa mann af velli í síðari hálfleik.

Skytturnar ekki í vand­ræðum gegn Kanarí­fuglunum

Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.