Fleiri fréttir

Rodgers segist vera nálægt því að landa Sahin

Það gengur illa hjá Real Madrid að finna samastað fyrir Tyrkjann Nuri Sahin en hann verður lánaður til Englands í vetur. Hann hefur verið á leiðinni til Liverpool eða Arsenal alla vikuna.

Toure fer líklega til Ítalíu eða Tyrklands

Miðvörðurinn Kolo Toure er líklega á förum frá Man. City en þessi 31 árs gamli leikmaður er kominn í aukahlutverk hjá City og er til sölu á 3 milljónir punda.

Brendan Rodgers: Þetta var góður sigur í erfiðum leik

Liverpool vann ekki sannfærandi 1-0 sigur á Hearts í Evrópudeildinni í kvöld en sigurmarkið var sjálfsmark undir lok leiksins. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var fyrst og fremst ánægður með sigurinn sem kemur Liverpool í fína stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield.

Fulham kvartar formlega undan Liverpool

Fulham hefur sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun vegna ásóknar Liverpool í bandaríska landsliðsmanninn Clint Dempsey en forráðamenn Fulham eru ósáttir við yfirlýsingu Brendan Rodgers í sumar um að Liverpool væri búið að leggja inn fyrirspurn um kaup á leikmanninum.

Markvörður Leeds sendi gróf sms til eiganda QPR

Forráðamenn QPR eru ekkert allt of sáttir við markvörðinn Paddy Kenny sem sendi gróf sms á eiganda félagsins í, að því er virðist, ölæði um síðustu helgi. Skilaboðin voru send aðfararnótt sunnudags.

Jarvis á leið til West Ham

West Ham hefur náð samkomulagi við Wolves um kaup á Matt Jarvis. Kaupverðið er tæpar 11 milljónir punda fyrir þennan 26 ára gamla leikmann.

Bara lán kemur til greina hjá Eggerti Gunnþóri

Ekki er útlit fyrir að Eggert Gunnþór Jónsson fái að spila mikið verði hann áfram hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Núverandi stjóri liðsins, Ståle Solbakken, virðist ekki ætla að nota hann mikið.

Di Matteo: Mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur

Roberto Di Matteo er búinn að stýra Cheleea til sigurs í tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en lið hans lenti þó í kröppum dansi í 4-2 sigri á nýliðum Reading í kvöld.

McDermott: Línuvörðurinn verður svekktur út í sjálfan sig

Brian McDermott, stjóri Reading, var svekktur eftir 2-4 tap á móti Chelsea á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Reading komst yfir í 2-1 en fékk síðan á sig þrjú mörk í seinni hálfleik, þar af eitt rangstöðumark og lokamarkið þegar allt liðið var komið fram til að freista þess að jafna.

Guidetti eftirsóttur þrátt fyrir veikindi

John Guidetti er eftirsóttur víða um Evrópu þrátt fyrir slæm veikindi sem bundu næstum enda á knattspyrnuferil hans fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan.

Er Azpilicueta á leið til Chelsea?

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum eru taldar miklar líkur á því að spænski bakvörðurinn Cesar Azpilicueta sé á leið til Chelsea á næstu dögum.

Hazard lagði upp þrjú í 4-2 sigri Chelsea á Reading

Spánverjinn Fernando Torres opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og Eden Hazard lagði upp þrjú mörk Chelsea vann 4-2 sigur á nýliðum Reading á Stamford Bridge í kvöld. Reading komst yfir með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik en varð á endanum að sætta sig við tap.

Fletcher á leið til Sunderland

Sóknarmaðurinn Steven Fletcher er á leið frá Wolves eftir að félagið samþykkti loks tilboð Sunderland í kappann.

Mourinho vill lána Sahin til Englands

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það komi vel til greina að lána Nuri Sahin til liðs í ensku úrvalsdeildinni svo hann geti fengið að spila meira.

Agüero frá í mánuð

Sergio Agüero verður frá í um mánuð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Manchester City gegn Southampton um helgina.

Gerrard og Suarez hvíldir gegn Hearts

Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel og Glen Johnson ferðuðust ekki með liði Liverpool til Skotlands. Liverpool mætir Hearts í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar í Edinborg annað kvöld.

Welbeck fékk nýjan samning

Danny Welbeck hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður hefur verið á mála hjá United allan sinn feril.

Carvalho á leið til QPR

Enska úrvalsdeildarfélagið QPR er heldur betur að stoppa í götin í vörninni hjá sér. Í morgun var greint frá því að félagið væri að kaupa Michael Dawson frá Tottenham og nú er greint frá því að félagið sé að fá Ricardo Carvalho frá Real Madrid.

Damiao verður ekki ódýr

Forseti Internacional, Giovanni Luigi, segir að það muni þurfa risatilboð til þess að Leandro Damiao verði seldur frá félaginu.

Dawson á leið til QPR

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Tottenham búið að samþykkja 9 milljón punda tilboð frá QPR í varnarmanninn Michael Dawson.

Adebayor til Tottenham

Tottenham hefur gengið frá kaupum á framherjanum Emmanuel Adeabyor frá Manchester City. Frá þessu er greint á heimasíðu Tottenham. Kaupverðið er talið vera fimm milljónir punda eða sem nemur tæpum milljarði íslenskra króna.

Hollenskur vinstri bakvörður til Man. Utd

Hollenski vinstri bakvörðurinn Alexander Buttner hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester United. Buttner kemur frá Vitesse Arhheim í heimalandinu.

De Rossi hafnaði Man. City

Ítalski landsliðsmaðurinn Daniele de Rossi hefur hafnað samningstilboði frá Man. City og ætlar þess í stað að spila áfram með Roma.

Sinclair á leið til Man. City

Alan Curtis, þjálfari hjá Swansea, segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Scott Sinclair verði seldur frá félaginu til Man. City.

Stoke fær Huddlestone lánaðan

Tottenham sér ekki fram á að hafa nein not fyrir Tom Huddlestone í vetur og því hefur félagið ákveðið að lána hann til annars félags. Stoke er líklegasti áfangastaðurinn.

De Jong líklega á leiðinni til Inter

Hollenski miðjumaðurinn Nigel de Jong er líklega á förum frá Man. City á næstu dögum en hann hefur fengið leyfi til þess að fara frá félaginu berist sanngjarnt tilboð.

Tvö lið á Englandi vilja fá Llorente

Svo gæti farið að spænski landsliðsmaðurinn Fernando Llorente endi í ensku úrvalsdeildinni áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Tíu ár síðan að Rooney spilaði fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni

Wayne Rooney, framherji Manchester United, er aðeins 26 ára gamall en það eru engu að síður tíu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta leik með Everton. Rooney heldur upp á áratug í bestu deild í heimi með því að heimsækja sitt gamla félag á Goodison Park í kvöld en Everton og Manchester United spila þá lokaleik fyrstu umferðarinnar.

Skrtel skrifaði undir nýjan samning við Liverpool

Slóvakíski miðvörðurinn Martin Skrtel er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool en þessi 27 ára leikmaður hefur verið í samningaviðræðum við Liverpool í nokkurn tíma. Það er ekki gefið upp hversu langur samningurinn er.

Man. City reynir að kaupa Jovetic

Eigendur Man. City virðast ætla að verða við óskum stjórans, Roberto Mancini, um nýja leikmenn því félagið er nú í viðræðum við Fiorentina um að kaupa Stevan Jovetic.

Van Persie byrjar líklega á bekknum í kvöld

Lokaleikurinn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í kvöld þegar Everton tekur á móti Man. Utd. Robin van Persie mun líklega spila sinn fyrsta leik fyrir United í kvöld.

Giroud biður um þolinmæði

Frumraun franska framherjans Olivier Giroud hjá Arsenal var ekki sú besta en hann fær það erfiða hlutverk að reyna að fylla skarðið sem Robin van Persie skilur eftir hjá félaginu.

Ferguson við ungu strákana: Þið munuð aldrei gleyma þessum degi

Það var erfið og dramatísk stund er Man. Utd hélt heim af leið eftir að hafa misst af Englandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Þá labbaði hann um rútuna og ræddi við unga leikmenn liðsins. Hann bað þá aldrei um að gleyma því sem hefði gerst.

Agger íhugar að áfrýja rauða spjaldinu

Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hjá Liverpool er ekki sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn WBA um helgina og íhugar að áfrýja því.

Sjá næstu 50 fréttir