Fleiri fréttir

Newcastle að kaupa miðjumann frá Ajax

Newcastle virðast vera að ganga frá kaupunum á Vurnon Anita, 23 ára leikmanni sem leikur með Ajax í Hollandi. Newcastle hafa verið að leitast eftir að styrkja lið sitt og hafa lengi fylgst með Anita.

Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag

Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.

Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar.

Kagawa tryggði United endurkomusigur á Hannover - Real og Barca unnu

Japaninn Shinji Kagawa skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri á þýska liðinu Hannover í æfingaleik í Þýskalandi í kvöld. United lenti 3-1 undir í leiknum en skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Real Madrid og Barcelona unnu bæði sína leiki í kvöld.

Aron Einar með tvö mörk í sigri á Newcastle

Aron Einar Gunnarsson fór á kostum þegar Cardiff City vann 4-1 sigur á úrvalsdeildarliði Newcastle í æfingaleik í Cardiff í dag. Aron Einar er að koma aftur inn eftir meiðsli og er greinilega orðinn góður af þeim.

Mancini: City búið að hafna fullt af tilboðum í Balotelli í sumar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er búinn að staðfesta það að City hafi hafnað mörgum tilboðum í ítalska framherjann Mario Balotelli í sumar. Balotelli, sem er aðeins tvítugur, sló í gegn á EM í júní þar sem hann skoraði þrjú mörk þar af tvö þeirra í sigri á Þjóðverjum í undanúrslitaleiknum.

West Ham kaupir franskan landsliðsmann

West Ham heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en nýliðarnir gengu í dag á kaupum á franska landsliðsmiðjumanninum Alou Diarra frá Marseille. West Ham mun borga tvær milljónir punda fyrir kappann.

Joe Allen orðinn leikmaður Liverpool

Liverpool staðfesti það á heimasíðu sinni í kvöld að liðið sé búið að ganga frá kaupum á velska landsliðsmanninum Joe Allen frá Swansea. Allen er annar leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær til Liverpool síðan að hann settist í stjórastólinn á Anfield.

Rooney tæki Van Persie opnum örmum

Wayne Rooney telur að Robin van Persie myndi reynast góð viðbót við lið Manchester United. Van Persie hefur verið sterklega orðaður við United síðustu daga.

Bellamy stóðst læknisskoðun hjá Cardiff

Craig Bellamy mun í dag ganga í raðir Cardiff City sem fær hann án greiðslu frá Liverpool. Bellamy átti eitt ár eftir af samningi sínum við síðarnefnda liðið.

Tottenham tapaði fyrir Valencia í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar þegar Tottenham tapaði 0-2 fyrir Valencia á Spáni í kvöld í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir komandi tímabil.

Liverpool örugglega áfram eftir 3-0 sigur

Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með því að komast áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 3-0 sigur á Gomel frá Hvíta-Rússlandi. Liverpool fór áfram 4-0 samanlagt.

Joe Allen: Ég vil fara til Liverpool

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé búið að samþykkja að hækka tilboð sitt í Joe Allen hjá Swansea og að leikmaðurinn sjálfur vilji fara til Liverpool.

Parker missir af fyrsta mánuði tímabilsins - Gylfi enn mikilvægari

Scott Parker, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, verður ekkert með Tottenham-liðinu fyrsta mánuðinn á nýju tímabili sem hefst eftir rúma viku. Parker er enn að jafna sig eftir aðgerð á hægri hásin og Tottenham gaf það út á heimasíðu sinni í dag að hann myndi ekki spila fyrr en í september.

Ferguson vonast til þess að landa Robin van Persie

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í vitðali á heimasíðu félagsins að liðið hafi gert formlegt kauptilboð í hollenska framherjann Robin van Persie. Man Utd náði ekki að kaupa Brasilíumanninn Lucas Moura sem er á leið til PSG í Frakklandi og Ferguson vonast til þess að kaupin á Robin van Persie gangi upp.

Skilaboð Rio til Usain Bolt: Ég skal tala við stjórann

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér gullið í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í London og er þegar byrjaður í undanrásum fyrir 200 metra hlaupið. Eftir 100 metra hlaupið ítrekaði Bolt þá ósk sína að fá að komast til reynslu hjá Manchester United.

Santi Cazorla orðinn leikmaður Arsenal

Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla er orðinn leikmaður Arsenal en þetta staðfesti félagið inn á heimasíðu sinni í dag. Cazorla er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir langtímasamning. Arsenal kaupir hann frá spænska félaginu Malaga en kaupverðið er ekki gefið upp.

Laudrup: Joe Allen verður Liverpool mjög mjög dýr

Michael Laudrup, stjóri Swansea City, hefur sent áhugasömum, aðallega Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, skýr skilaboð um að miðjumaðurinn Joe Allen fari á engu útsöluverði ætli félög að kaupa hann af velska félaginu. Liverpool hefur boðið Swansea 20 milljónir fyrir hann en það er hvergi nærri nóg að mati Danans.

PSG við það að stela Lucas Moura af Manchester United

Paris Saint Germain er búið að bjóða 45 milljónir evra í Brasilíumanninn Lucas Moura eða svo segir Massimo Moratti, forseti Inter Milan í viðtali við Sky Sports. Manchester United var nálægt því að ganga frá kaupum Lucas Moura en nú virðist franska félagið ætla að stela brasilíska framherjanum af United-mönnum.

Mancini: Ég held að Van Persie komi ekki hingað

"Ég held að Van Persie sé ekki á leiðinni til liðsins," sagði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, þegar hann var spurður að því nú um helgina hvort að hann teldi einhverja möguleika á því að liðið myndi ná að festa kaup á leikmanninum.

Sahin á leið til Arsenal

Spænskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöld að Tyrkinn, Nuri Sahin, væri á leið til Arsenal á lánsamningi. Sahin kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund fyrir síðasta tímabil en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu vegna meiðsla.

Dzeko: Ég er of góður fyrir bekkinn

Edin Dzeko, leikmaður Manchester City hefur varað Roberto Mancini, knattspyrnustjóra liðsins við og segist hann þurfa að finna sér nýtt lið ef hann komi ekki til með að fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu á næsta tímabili.

Rodgers hvetur Suarez til þess að gleyma fortíðinni

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool hefur hvatt Luis Suarez til þess að gleyma kynþáttafórdómamálinu sem tröllreið öllu í enska boltanum í fyrra. Þar var Suarez dæmdur fyrir að hafa beitt Patrice Evra, leikmanni Manchester United, kynþóttafordómum.

Mackay: Mikill styrkur í Heiðari

Malky Mackay, knattspyrnustjóri Cardiff City segir að kaupin á íslenska landsliðsmanninum Heiðari Helgusyni séu mikill styrkur fyrir liðið og að Heiðar muni setja pressu á aðra framherja félagsins að standa sig.

Muamba sparkaði bolta í sumarfríinu sínu

Fabrice Muamba, miðjumaður Bolton og sá sem var lífgaður við í miðjum bikarleik á White Hart Lane eftir hjartastopp í mars, segist hafa spilað fótbolta í sumarfríinu sínu.

Terry neitar sök

John Terry, miðvörður Chelsea og enska landsliðsins, hefur neitað að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Anton Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Rodgers var bara að passa upp á Agger

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlaði sér aldrei að nota danska miðvörðinn Daniel Agger á móti hvít-rússneska liðinu Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Liverpool vann þá fyrri leikinn 1-0 á útivelli.

Sjá næstu 50 fréttir