Fleiri fréttir

Cardiff hefur áhuga á að fá Heiðar Helguson

Samkvæmt frétt Daily Mail á Englandi eru líkur á því að Heiðar Helguson framherji enska úrvalsdeildarliðsins QPR yfirgefi félagið og leiki með Cardiff í næst efstu deild á næstu leiktíð. Heiðar, sem var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 á Íslandi, er 34 ára gamall og Mark Hughes knattspyrnustjóri QPR virðist ekki hafa not fyrir Heiðar í ensku úrvalsdeildinni.

Framtíð Modric ræðst þegar Tottenham-liðið kemur aftur til Englands

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham enduðu æfingaferð sína til Bandaríkjanna með 2-1 sigri á New York Red Bulls í nótt. Gylfi Þór skoraði glæsilegt sigurmark og lagði einnig upp fyrra markið en góð frammistaða Íslendingsins dugði þó ekki til að fá enska fjölmiðla til að hætta að spyrja Andre Villas-Boas um Króatann Luka Modric.

Cazorla á leið í læknisskoðun hjá Arsenal

Spænski landsliðsmaðurinn Santi Cazorla verður væntanlega orðinn leikmaður Arsenal fyrir helgi en Sky Sports segir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun á Emirates í vikunni.

Andy Carroll ekki í leikmannahópi Liverpool í Evrópudeildinni

Andy Carroll er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir Evrópudeildarleikinn í Hvíta-Rússlandi á morgun og framtíð hans á Anfield er áfram í óvissu. Carroll var fyrr í vikunni sagður á leið til West Ham á láni en hann vill ekki fara til London og dreymir enn um endurkomu til Newcastle. BBC sagði fyrst frá því að Carroll yrði með í leiknum en dró það síðan til baka.

Steven Pienaar aftur til Everton

Suður-afríski miðjumaðurinn Steven Pienaar hefur gengið frá félagaskiptum til Everton. Liverpool Echo greinir frá þessu.

Andy Carroll vill ekki fara til West Ham

Þótt Liverpool og West Ham hafi komist að samkomulagi um leigusamning Carroll til Lundúnarfélagsins er málið langt í frá í höfn. Framherjinn virðist ekki vilja fara til West Ham.

Aguero í aðalhlutverki í sigri City

Sergio Agüero skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-1 sigri Manchester City á úrvalsliði Malasíu í æfingaleik í Kuala Lumpur í dag.

Chevrolet framan á treyju United

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði gert auglýsingasamning við General Motors.

Reiknað með Wilshere í október í fyrsta lagi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere snúi ekki aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr en í október í fyrsta lagi. Guardian greinir frá þessu.

Newcastle undirbýr tilboð í Carroll

Newcastle United yndirbýr nú tilboð í Andy Carroll leikmann Liverpool samkvæmt fréttum í ensku fjölmiðlum í dag. Liverpool keypti Carroll fyrir 18 mánuðum frá Newcastle á 35 milljónir punda sem nemur 6,6 milljörðum ísl. kr. en leikmaðurinn hefur ekki náð að sanna sig hjá rauða hernum.

Alberto Aquilani fer frá Liverpool til Fiorentina

Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina. Aquilani sem Liverpool keypti frá Roma árið 2009 fyrir 20 milljónir punda sem nemur um 3,8 milljarða kr, var í láni á síðustu leiktíð hjá AC Milan. Leiktíðina þar á undan var hann einnig í láni frá Liverpool og þá hjá Juventus.

Wilshere spilar ekkert fyrr en í október

Endurkomu Jack Wilshere seinkar enn og nýjustu fréttir af stráknum eru þær að hann verði ekkert með Arsenal-liðinu fyrr en í fyrsta lagi í október. Wilshere missti af öllu síðasta tímabili og hefur hvað eftir annað orðið fyrir bakslagi í endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn.

Arsenal náði bara jafntefli á móti meisturunum frá Hong Kong

Arsenal gerði 2-2 jafntefli á móti meisturunum frá Hong Kong, KitChee, í æfingaleik í dag en þetta var síðasti leikur enska liðsins í æfingaferð sinni til Asíu. Theo Walcott og Thomas Eisfeld skoruðu mörk Arsenal og jöfnuðu metin í bæði skiptin.

Villas-Boas reiður Charlie Adam fyrir ljóta tæklingu á Gareth Bale

Gareth Bale meiddist í æfingaleik Tottenham og Liverpool í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa lent í ljótri tæklingu frá Liverpool-manninum Charlie Adam. André Villas-Boas, stjóri Tottenham, var allt annað en sáttur með Skotann í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.

Mancini: Það eru nýir leikmenn á leiðinni á næstu tveimur vikum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur verið rólegur á leikmannamarkaðnum það sem af er sumars en hann boðar leikmannakaup á næstu tveimur vikum í viðtali við Sky Sports. City-menn hafa verið óhræddir við að eyða pening í leikmenn undanfarin sumur og því hefur komið á óvart hversu rólegir þeir hafa verið í sumar.

Oscar til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn Oscar, nýjasti meðlimur Evrópumeistaraliðs Chelsea, segist vera að til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea eða bara sem að Roberto Di Matteo vill láta hann spila. Chelsea keypti kappann frá Internacional í vikunni en hann er þessa stundina á fullu með Ólympíuliði Brasilíumanna.

Villas-Boas: Ekkert nógu gott tilboð í Modric

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félaginu hafi ekki borist nein frekari tilboð í Króatann Luka Modric sem hefur verið orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid í allt sumar. Tottenham vill fá mun meira fyrir leikmanninn en Real var tilbúið að borga.

Enska knattspyrnusambandið ákærir Terry | Neitar sök

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært John Terry, miðvörð Chelsea, fyrir orðbragð sitt í garð Antons Ferdinand, leikmanns QPR, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í október. Terry hefur neitað sök og óskað eftir fundi með aganefnd sambandsins.

Manchester City vann Arsenal á Ólympíuleikvanginum í Peking

Englandsmeistarar Manchester City unnu Arsenal 2-0 í æfingaleik liðanna á Ólympíuleikvanginum í Peking í dag en bæði félögin eru á æfingaferðalagi í Asíu. Pablo Zabaleta og Yaya Touré skoruðu mörk City-liðsins í leiknum.

Koscielny vildi frekar vera áfram hjá Arsenal en að fara til Barcelona

Það er draumur flestra knattspyrnumanna að fá að spila með Barcelona en franski miðvörðurinn Laurent Koscielny vildi frekar vera áfram hjá Arsenal en að fara suður til Spánar. Koscielny talaði um þetta í viðtalið við franska blaðið http://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red#L'Equipe.

Fabio Capello: Ég hefði gert betri hluti með enska liðið á EM

Fabio Capello er tekinn við þjálfun rússneska landsliðsins og hann notaði tækifærið til að tjá sig um árangur enska landsliðsins á EM í sumar. Capello átti að stýra enska liðinu á mótinu en hætti óvænt í febrúar eftir ósætti við enska knattspyrnusambandið um þá ákvörðun að taka fyrirliðabandið af John Terry.

Fyrsti leikur Brendan Rodgers verður í Hvíta-Rússlandi

Hvít-Rússarnir í FC Gomel tryggðu sér í kvöld leiki á móti Liverpool í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið sló út FK Renova frá Makedóníu. FC Gomel komst upp með það að tapa seinni leiknum á heimavelli og vann 2-1 samanlagt.

West Ham búið að bjóða í Andy Carroll

West Ham United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa gert Liverpool tilboð í enska landsliðsframherjann Andy Carroll, samkvæmt heimildum BBC. Carroll myndi fara á láni til að byrja með en West Ham gengi síðan frá kaupunum næsta sumar.

Brynjar Björn ætlar sér að komast í 25 manna leikmannahóp Reading

Sky Sports skrifaði um íslenska miðjumanninn Brynjar Björn Gunnarsson á vefsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að Brynjar ætti að fá að vita það fljótlega hvort hann sé inn í myndinni hjá stjóranaum Brian McDermott nú þegar Reading er komið upp í ensku úrvalsdeildina.

Kompany samdi við City til 2018

Belgíski miðvörðurinn Vincent Kompany hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistaralið Manchester City til ársins 2018.

Roma lagði Liverpool í Boston

Ítalska liðið AS Roma lagði Liverpool að velli 2-1 í æfingaleik félaganna á Fenway Park í Boston í nótt.

Modric látinn æfa með varaliði Tottenham

Króatinn, Luca Modric, miðjumaðurinn öflugi hjá enska úrvalsdeildarliði Tottenham, hefur verið skipað að mæta á æfingu hjá varaliði félagsins þar sem hann neitaði að ferðast með aðalliðinu í æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna. Modric hefur beðið félagið afsökunar á því upphlaupi sem fjarvera hans hefur valdið en stendur hinsvegar ennþá fast á sínu að vilja fara frá félaginu.

Thierry Henry farinn að tala um aðra endurkomu til Arsenal

Thierry Henry átti eftirminnilega endurkomu í lið Arsenal á síðustu leiktíð og nú er Frakkinn farinn að tala um að snúa aftur til Lundúna á komandi tímabili. Henry ræddi möguleikann á því að snúa aftur til Arsenal í viðtali við Sky Sports.

Oscar orðinn leikmaður Chelsea

Brasilíski miðjumaðurinn Oscar er genginn til liðs við Evrópumeistara Chelsea frá Internacional í heimalandinu. Kaupverðið er talið vera um 25 milljónir punda eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna.

Swansea hafnaði fyrsta tilboði Liverpool í Joe Allen

BBC segir frá því að Liverpool og Swansea séu í viðræðum um kaup á miðjumanninum Joe Allen en þar kom líka fram að Swansea sé þegar búið að hafna einu tilboð frá Liverpool í leikmanninn. Brendan Rodgers þekkir Allen vel enda var hann áður stjóri Swansea.

Rosicky frá í tvo mánuði

Tékkneski landsliðsfyrirliðinn Tomas Rosicky verður ekki með Arsenal í upphafi tímabilsins því hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hásin og verður því frá keppni í sex til átta vikur. Þetta kom fram í tékkneskum fjölmiðlum í dag en þar kemur fram að Rosicky sé þegar byrjaður í endurhæfingu eftir seinni aðgerðina.

Swansea tapaði fyrsta leiknum án Gylfa og Brendan Rodgers

Swansea City lék í nótt fyrsta leikinn sinn á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en velska liðið er eitt af sex liðum úrvalsdeildarinnar sem eru stödd í æfingaferð í Bandaríkjunum.

Kagawa tryggði Manchester United sigur

Japanski leikmaðurinn Shinji Kagawa skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann kínverska liðið Shanghai Shenhua 1-0 í æfingaleik á Shanghai Stadium í Kína í dag. Shanghai Shenhua spilaði án þeirra Didier Drogba og Nicolas Anelka í þessum leik.

Sjá næstu 50 fréttir