Michael Owen verður kannski áfram í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili þótt að hann hafi ekki fengið nýjan samning hjá Manchester United.
Umboðsmaður hans heldur því fram að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á því að semja við þennan 32 ára framherja.
Eitt af þessum félögum er Stoke City samkvæmt heimildum BBC en það er ljóst að það fylgir því nokkur áhætta að veðja á Owen sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár.
Michael Owen hefur spilað með þremur félögum í ensku úrvalsdeildinni; Liverpool (1996-2004), Newcastle (2005-09) og Man Utd (2009-12) en hann lék með spænska stórliðinu Real Madrid frá 2004 til 2005.
Owen hefur verið orðaður við lið í Miðausturlöndum en hann telur sig eiga eitthvað eftir í enska boltanum og lýsti því yfir á twitter-síðu sinni í júlí að hann ætti eftir að skora nokkur mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Owen samdi óvænt við Manchester United sumarið 2009 og skoraði níu mörk á sínu fyrsta tímabili. Hann spilaði lítið sem ekkert undanfarin tvö tímabil vegna meiðsla.
Úrvalsdeildarfélög hafa enn áhuga á Michael Owen
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti