Enski boltinn

Mancini: Ég held að Van Persie komi ekki hingað

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Van Persie hefur verið hjá Arsenal frá árinu 2004.
Van Persie hefur verið hjá Arsenal frá árinu 2004.
„Ég held að Van Persie sé ekki á leiðinni til liðsins," sagði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, þegar hann var spurður um helgina hvort að hann teldi einhverja möguleika á því að liðið myndi ná að festa kaup á leikmanninum.

Samningur Van Persie við Arsenal rennur út næsta sumar og gaf leikmaðurinn það til kynna nú í sumar að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við liðið.

Félagið hefur gefið það út að þeir muni selja Van Persie ef nægilega hátt tilboð berist en bæði Manchester félögin ásamt Juventus munu nú þegar hafa boðið í leikmanninn en tilboðum félaganna var hafnað.

Van Persie er talinn hafa meiri áhuga á að ganga til liðs við United eða Juventus og því virðast möguleikar City á að fá leikmanninn litlir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×