Fleiri fréttir

Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Skoski miðvallarleikmaðurinn Charlie Adam er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Á heimasíðu Liverpool kemur fram að leikmaðurinn sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar þar sem hann mun semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun.

Savic til City - Arsenal vildi hann ekki

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City heldur áfram að styrkja varnarlínu liðsins. Stefan Savic, tvítugur Svartfellingur, hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann reyndi fyrir sér hjá Arsenal á síðasta ári en Arsene Wenger sá ekki ástæðu til þess að bjóða honum samning.

Hermann semur við Portsmouth til eins árs

Hermann Hreiðarsson mun skrifa undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Portsmouth. Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth er hæstánægður með að fá Hermann aftur til félagsins og segir að Eyjamaðurinn skrifi líklegast undir innan 48 klukkustunda.

Nasri á leiðinni til Manchester City?

Það er nóg að gerast í herbúðum Manchester City og samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn liðsins náð samningum við franska leikmanninn Nasri sem hefur leikið með Arsenal undanfarin misseri. Kaupverðið er sagt vera um 19 milljónir punda eða 3,5 milljarðar kr.

Framtíð Modric hjá Tottenham er óljós - Chelsea vill fá hann

Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Modric er 25 ára gamall og hann hefur staðið undir væntingum hjá Tottenham frá því hann var keyptur frá Zagreb árið 2008.

Aston Villa hafnaði tilboði Liverpool í Stewart Downing

Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn. Enskir fjölmiðlar greinar frá því í dag að Liverpool hafi boðið 15 milljónir punda eða rétt um 2,7 milljarða kr. í leikmanninn en því tilboði hefur Aston Villa hafnað.

Ferguson húðskammaði Ryan Giggs

Enska slúðurblaðið Daily Star greinir frá því að Ryan Giggs leikmaður Manchester United hafi fengið hárblásarameðferðina hjá Alex Ferguson fyrir æfingu liðsins í gær. Giggs yfirgaf æfingasvæðið meðan liðsfélagar hans voru enn að hita upp.

City ætlar ekki að flýta sér að selja Tevez

Forráðamenn Manchester City segjast ekki þurfa að flýta sér að selja Carlos Tevez. Argentínumaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að fara frá félaginu.

Steven Gerrard missir af æfingaferð Liverpool til Asíu

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool missir af æfingaferð enska úrvalsdeildarliðsins til Asíu. Forráðamenn Liverpool telja mikilvægara að Gerrard verði áfram í umsjón sjúkraliðsins á Anfield en hann er að jafna sig á meiðslum.

Scholes gerir lítið úr fallegum fótbolta Arsenal

Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Manchester United segist vonast til þess að Samir Nasri gangi til liðs við félagið frá Arsenal. Hann segir lítinn tilgang í að spila fallegan fótbolta ef það skilar engum árangri.

Nærveru Jovanovic hjá Liverpool ekki lengur óskað

Serbinn Milan Jovanovic leikmaður Liverpool hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að krafta hans sé ekki lengur óskað. Jovanovic kom til félagsins á frjálsri sölu síðastliðið sumar en fékk fá tækifæri með Liverpool eftir að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn.

Peter Ridsdale kaupir Plymouth Argyle

Allt bendir til þess að Peter Ridsdale muni kaupa enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle fyrir eitt breskt pund. Félagið hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin misseri og fór í greiðslustöðvun í mars síðastliðnum.

Carlos Tevez vill fara frá Manchester City

Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Í stuttri yfirlýsingu sagði framherjinn að hann vilji vera nær dætrum sínum sem eru búsettar í Argentínu.

Rafael van der Vaart vonast til þess að Modric verði kyrr

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í sumar. Hinn 25 ára gamli Modric kom flestum á óvart þegar hann sagðist vilja fara frá liðinu en Tottenham hefur þegar hafnað 22 milljóna punda tilboði í króatíska miðjumanninn.

Petr Cech hefur áhyggjur af enskum markvörðum

Petr Cech markvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu segir tímabært að Englendingar velti fyrir sér hvers vegna stór meirihluta markvarða deildarinnar séu erlendir. Hann segir vandamálið að öllum líkindum snúast um þjálfunaraðferðir.

Gael Clichy á leið í læknisskoðun hjá Man City

Franski bakvörðurinn Gael Clichy er á leið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Talið er að City og Arsenal hafi komist að samkomulagi um kaupverð í kringum sjö milljónir punda. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Ali Al Habsi á leið til Wigan

Breskir fjölmiðlar greina frá því að markvörðurinn Ali Al Habsi sé á leið til Wigan frá Bolton. Talið er að kaupverðið nemi um 4 milljónum punda. Al Habsi sló í gegn hjá Wigan á síðasta tímabili þar sem hann var í láni.

Liverpool ræður nýjan þjálfara

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur tilkynnt um ráðningu Englendingsins Kevin Keen í þjálfarateymi félagsins. Keen hefur undanfarin ár starfað við þjálfun hjá West Ham og stýrði liðinu í lokaleik síðasta tímabils eftir að Avram Grant var rekinn.

Kemur Valbuena í stað Nasri?

Arsenal er þegar farið að leita að eftirmanni Samir Nasri sem virðist vera á förum frá félaginu. Fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal ætli sér að kaupa Mathieu Valbuena í stað Nasri.

Yeung mun áfram styðja fjárhagslega við Birmingham

Carson Yeung, aðaleigandi enska knattspyrnufélagsins Birmingham, mun halda áfram að styðja fárhagslega á bakvið félagið þrátt fyrir að honum hafi verið stefnt í fimm liðum fyrir peningaþvott í Hong Kong.

Shaun Wright-Phillips á leiðinni til Wigan

Formaður knattspyrnufélagsins Wigan Athletic, Dave Whelan, hefur staðfest að liðið ætli sér að klófesta Shaun Wright-Phillips frá Manchester City fyrir næsta tímabil.

Galatasaray ætlar að ná í Arshavin

Tyrkneska knattspyrnuliðið, Galatasaray, ætla sér að bjóða í Andrey Arshavin, leikmann Arsenal, en boðið ku vera upp á 13,5 milljónir punda.

Tevez fær ekki að fara frá Man. City

Ekkert varð af því að Man. City og Inter næðu að skipta á þeim Carlos Tevez og Samuel Eto´o. Þar sem skiptin gengu ekki upp ætlar City að halda Carlos Tevez þó svo hann vilji fara frá félaginu.

Bolton á eftir Keane

Bolton er sagt vera á eftir framherjanum Robbie Keane. Félagið vantar sárlega framherja þar sem Johan Elmander er farinn til Tyrklands og Daniel Sturridge fór aftur til Chelsea.

Evra: Verður erfitt fyrir De Gea

Bakvörðurinn Patrice Evra hefur varað markvörðinn Davd de Gea við því að það verði ekki auðvelt að feta í fótspor Edwin van der Sar.

Suarez dreymir um að spila fyrir Barcelona

Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez segist hafa fundið fyrir pressu um leið og hann kom til Liverpool frá Ajax. Liverpool greiddi tæplega 23 milljónir punda fyrir framherjann sem náði að skila sínu.

Scott Carson til Tyrklands

Enski markvörðurinn Scott Carson hefur gengið til liðs við tyrkneska félagið Bursaspor frá West Bromwich Albion. Bursaspor spilaði í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð en leikur í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.

Crouch búinn að gifta sig

Þrátt fyrir erfiðleika í sambandinu síðustu mánuði eru Peter Crouch og Abbey Clancy búin að gifta sig. Eins og búist mátti við gerðu þau það með stæl.

Dalglish orðinn doktor

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fékk í dag heiðursnafnbót frá háskólanum í Ulster fyrir vinnu sína í fótboltanum og einnig fyrir góðgerðarstarfsemi. Dalglish er því orðinn Dr. Dalglish.

PSG býður í Taarabt

Samkvæmt hemildum Sky-fréttastofunnar er franska félagið PSG búið að bjóða 13,5 milljónir punda í Adel Taarabt, leikmann QPR.

Gervinho staðfestir að hann sé á förum til Arsenal

Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. Gervinho er 24 ára gamall og landsliðsmaður frá Fílabeinsströndinni. Hann varð franskur meistari og bikarmeistari með Lille á síðustu leiktíð en Tottenham hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Pardew hefur engar áhyggjur af samningamálum Barton

Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu. Newcastle og umboðsmaður Bartons hafa á undanförnum vikum rætt um framtíð hans og nýjan samning en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Núgildandi samingur hans rennur út í júní á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir