Fleiri fréttir

Reina sér á eftir Benitez

Það kom Pepe Reina, markverði Liverpool, í opna skjöldu þegar hann heyrði að Rafael Benitez væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins.

Toure á leið til Englands

Yaya Toure mun þegar hafa gengið frá samningi við lið í ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmanns hans.

Ferill Rafael Benitez hjá Liverpool - myndasyrpa

Rafael Benitez hætti í dag sem stjóri Liverpool eftir sex ára starf. Benitez stjórnaði liðinu í 328 leikjum sem er meira en allir stjórar félagsins frá því að Bob Paisley stjórnaði Liverpool-liðinu í 535 leikjum á árunum 1974 til 1983.

Hver verður næsti stjóri Liverpool?

Breska blaðið The Daily Telegraph fór í morgun yfir mögulega eftirmenn Rafael Benitez í stjórastöðunni hjá Liveprool en allt bendir til þess að Benitez hætti hjá Liverpool á næstu 48 tímum. Benitez hefur verið orðaður við Inter en nokkrir hafa á sama tíma verið orðaðir við stjórastólinn á Anfield.

Avram Grant: Stoltur af því að vera orðinn stjóri West Ham

Avram Grant var í morgun ráðinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham eins og allir fjölmiðlar í Englandi voru búnir að leiða líkum að í gær. Avram Grant tekur við af Gianfranco Zola sem rétt náði að bjarga liðinu frá falli á síðasta tímabili.

Avram Grant ráðinn stjóri West Ham á næstu 24 tímum

West Ham hefur gefið það út að félagið muni ráða nýjan stjóra á næstu 24 tímum en það nánast frágengið samkvæmt enskum miðlum að Avram Grant muni taka við liðinu af Gianfranco Zola sem var rekinn eftir tímabilið.

Arsenal segir að Fabregas sé ekki til sölu

Arsenal hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna formlegs tilboðs spænska liðsins Barcelona í fyrirliða liðsins, Cesc Fabregas. Arsenal hefur hafnað tilboði spænsku meistaranna og segir Fabregas ekki vera til sölu.

Jóhannes Karl búinn að semja við Huddersfield Town

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að gera tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Huddersfield Town eftir að hafa farið til Englands í fyrradag til að fara í læknisskoðun og ganga frá samningi við félagið. Þetta kom fram á netsíðunni fótbolti.net.

Redknapp: Joe Cole búinn að semja við lið og það er ekki Tottenham

Joe Cole fékk góðar fréttir í gær þegar hann komst í HM-hóp Englendinga í Suður-Afríku en þessi 28 ára sóknarmiðjumaður er að renna út á samningi hjá Chelsea í sumar og það bendir allt til þess að hann fari frá liðinu. Cole hefur verið orðaður við Tottenham en Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir leikmanninn ekki ætla að koma til sín.

Mörg ensk lið á eftir Benfica-manninum Oscar Cardozo

Oscar Cardozo stóð sig frábærlega með Benfica í leikjunum á móti ensku liðunum Everton og Liverpool í Evrópudeildinni í vetur. Frammistaða þessa 27 ára sóknarmanns hefur kveikt mikinn áhuga hjá nokkrum enskum liðum sem trúa á að hann geti staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni.

Yossi Benayoun: Ancelotti vill fá mig fyrir næsta tímabil

Guardian segir frá því að Chelsea sé tilbúið að láta Joe Cole fara og ætli sér að fylla skarð hans með því að kaupa Yossi Benayoun frá Liverpool. Liverpool er þegar búið að hafna fjögurra milljóna punda í Ísraelann en áhugi Ancelotti er mikill á leikmanninum.

Sjálfsmörk tryggðu Englandi sigur á Japan

England vann Japan 2-1 í vináttulandsleik sem fram fór í Austurríki í dag. Japanir komust yfir í leiknum en Frank Lampard misnotaði vítaspyrnu þegar hann hefði getað jafnað metin.

West Ham vill David Beckham lánaðan

Annar eigenda West Ham segist vilja fá David Beckham til félagsins að láni. Hann spurðist einnig fyrir um Joe Cole en hann hefur ekki áhuga á West Ham.

Sir Alex finnur sjálfur eftirmann sinn

Sir Alex Ferguson mun hjálpa til við að finna eftirmann sinn hjá Manchester United. Þetta segir stjórnarformaður félagsins, David Gill.

Viðræður Joe Cole og Chelsea ganga illa

Samningaviðræður Joe Cole við Chelsea eru í molum, að sögn enska dagblaðsins Guardian. Cole er samningslaus í sumar og er líklegur til að fara frá Chelsea.

Jermaine Beckford á leið til Everton frá Leeds?

Jermaine Beckford er við það að skrifa undir hjá Everton, samkvæmt enska blaðinu Mirror. Beckford hefur verið einn besti leikmaður Leeds undanfarin ár og raðað inn mörkunum í neðri deildunum.

Kasper Schmeichel til Leeds United

Kasper Schmeichel er genginn í raðir Leeds United. Danski markmaðurinn er orðinn 23 ára en hann hélt 24 sinnum hreinu hjá Notts County í ensku 3. deildinni á síðasta tímabili.

Hernandez fær atvinnuleyfi hjá Man. Utd.

Javier Hernandez frá Mexíkó hefur fengið atvinnuleyfi á Englandi og getur því gengið strax í raðir Manchester United. Hernandez fer því til liðsins strax eftir HM.

Ben Arfa orðaður við Everton

Umboðsmaður Hatem Ben Arfa, leikmanns Marseille í Frakklandi, fullyrðir að enska úrvalsdeildarfélagið Everton hafi áhuga á leikmanninum.

Portsmouth reynir að semja við lánadrottna sína

Portsmouth hefur gert þeim aðilum sem félagið skuldar tilboð um að borga þeim 20% af skuldum sínum. Það þýðir að Portsmouth myndi borga 20 pens af hverju pundi sem það skuldar lánadrottnum sínum.

Wenger fær pening til að eyða í sumar

Stjórnarformaður Arsenal segir að Arsene Wenger geti eytt öllum þeim peningum sem hann safnar með leikmannasölum til leikmannakaupa, og meira til. Það er ekki sjálfgefið á Englandi í dag hjá félögunum sem mörg hver eru skuldum vafin.

Peter Crouch ekki lengur hæstur í ensku úrvalsdeildinni

Birmingham keypti í dag serbneska framherjann Nikola Zigic frá spænska liðinu Valencia en kaupverðið er um sex milljónir punda. Zigic gerði fjögurra ára samning við enska liðið en hann fann sig aldrei hjá Valenica eftir að hafa gert fína hluti hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad og Racing Santander.

Sér eftir að hafa selt Liverpool til Gillett og Hicks

Maðurinn sem seldi Liverpool til George Gillett og Tom Hicks, David Moores, sér eftir því að hafa selt Bandaríkjamönnunum klúbbinn. Gillett og Hicks eru líklega óvinsælustu mennirnir í Liverpool um þessar mundir.

Cotterill orðaður við Portsmouth

Steve Cotterill, knattspyrnustjóri Notts County, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Gold og Sullivan kaupa meira í West Ham

David Sullivan og David Gold eiga nú 60% hlut í West Ham United. Það kostaði þá átta milljónir punda en helmingurinn fer til íslenska félagsins CB Holdings og helmingurinn til félagsins sjálfs.

Sápuópera sumarsins verður í kringum Cesc Fabregas

Hvert sumar fara orðrómar á fullt vegna knattspyrnumanna í Evrópu sem eru að færa sig um set. Yfirleitt er einn maður sem er hvað lengst í sviðsljósinu vegna þessa og í sumar verður það líklega Cesc Fabregas.

City vill Mikel Arteta fyrir Ireland

Manchester City hefur spurst fyrir um Mikel Arteta hjá Everton. Stephen Ireland er væntanlega á forum frá City og Robert Mancini hefur hug á því að klófesta í Arteta.

Robbie Keane ætlar aftur til Tottenham

Robbie Keane býst sjálfur við því að vera áfram hjá Tottenham á næsta tímabili. Hann var í láni hjá Celtic í Skotlandi seinni hluta síðasta tímabils.

Sjá næstu 50 fréttir