Enski boltinn

Viðræður Joe Cole og Chelsea ganga illa

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cole með nýfæddri dóttur sinni, Ruby.
Cole með nýfæddri dóttur sinni, Ruby. GettyImages
Samningaviðræður Joe Cole við Chelsea eru í molum, að sögn enska dagblaðsins Guardian. Cole er samningslaus í sumar og er líklegur til að fara frá Chelsea. Cole er 28 ára en hann vonaðist eftir því að hækka launin sín upp í 100 þúsund pund á viku. Það vill Chelsea ekki gera en hann fær um 80 þúsund pund í laun núna. Cole er auðvitað ekki byrjunarliðsmaður hjá Chelsea og það tefur líka fyrir. Cole vill spila meira. Til þess að gera það gæti hann þurft að fara og er Tottenham talið líklegt til að reyna að klófesta hann. Cole var keyptur árið 2003 frá West Ham, sem Harry Redknapp stýrði á þeim tíma. Hann er nú hjá Tottenham, sem einmitt er í London líkt og Chelsea, og því gæti félagið verið í góðri stöðu. Liverpool gæti einnig sýnt Cole áhuga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×