Enski boltinn

Elton John heldur tónleika og fjármagnar leikmannakaup Watford

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Elton John mun halda tónleika á Vicarage Road á laugardaginn, heimavelli Watford. John er heiðursforseti félagsins og stuðningsmaður til marga ára. Peningar af tónleikanum verða notaðir til að styrkja liðið.

Leikmannahópurinn þarf á fersku blóði að halda og vill John með þessu hjálpa félaginu sínu. Félagið á lítinn pening en þetta er kærkomið fyrir stjóra liðsins.

Watford var nálægt því að falla úr Championship deildinni á síðasta tímabili.

Heiðar Helguson lék með Watford á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×