Enski boltinn

Sir Alex finnur sjálfur eftirmann sinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sir Alex er hress.
Sir Alex er hress. GettyImages
Sir Alex Ferguson mun hjálpa til við að finna eftirmann sinn hjá Manchester United. Þetta segir stjórnarformaður félagsins, David Gill.

Ferguson er orðinn 68 ára gamall og hefur stýrt United í 23 ár, lengur en nokkrir af leikmönnum hans hafa verið á lífi.

"Við vitum ekki hvenær Alex hættir," segir Gill en þegar Ferguson hættir verður hann í nefnd, ásamt Sir Bobby Charlton, sem á að finna arftaka hans.

"Ég held að Alex verði lykilmaður þar. Hann þekkir fólk og mun leika lykilhlutverk í að hjálpa okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×