Enski boltinn

West Ham vill David Beckham lánaðan

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Annar eigenda West Ham segist vilja fá David Beckham til félagsins að láni. Hann spurðist einnig fyrir um Joe Cole en hann hefur ekki áhuga á West Ham.

Avram Grant tekur við stjórastöðunni hjá West Ham en hann bíður nú eftir að fá atvinnuleyfi. Það er aðeins formsatriði.

"Ég myndi elska það að fá Beckham til okkar," sagði David Sullivan. "Hann er gríðarlega vinsæll í austur London og á enn hús rétt hjá æfingasvæðinu okkar. Ef AC Milan vill ekki fá hann í janúar og ef hann vill fara að láni aftur vildi ég gjarnan fá hann til okkar."

Beckham hefur farið síðustu tvö tímabil til AC Milan í janúar, að láni frá LA Galaxy.

Sullivan sagði einnig að hann hefði beðið Joe Cole um að gefa sér tölu um hvað hann vildi fá í laun. "Cole sagði bara nei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×