Fleiri fréttir

Lampard rólegur þrátt fyrir markaþurrð

Frank Lampard hjá Chelsea er best þekktur fyrir markaskorunarhæfileika sína en hann hefur skorað yfir tuttugu mörk af miðjunni öll síðustu fjögur síðustu tímabil með Lundúnafélaginu.

Van der Sar hélt hreinu í endurkomu leik sínum

Stuðningsmenn og aðstandendur Manchester United geta tekið gleði sína þar sem markvörðinn sterki Edwin van der Sar lék allan leikinn þegar varalið United vann 1-0 sigur gegn Everton í kvöld.

Campbell fær hugsanlega að æfa með Arsenal

Varnarmaðurinn Sol Campbell sem fékk sig nýlega lausann frá fimm ára samningi við enska d-deildarfélagið Notts County en fyrrum landsliðsmaðurinn hefur kannað möguleikann á að æfa með sínum gömlu liðsfélögum í Arsenal.

Agger íhugaði að hætta vegna bakmeiðsla

Varnarmaðurinn Daniel Agger hjá Liverpool hefur ekki átt sjö dagana sæla hvað varðar meiðsli síðan hann kom til enska félagsins frá Bröndby í janúar árið 2006.

Given: Hissa á móttökunum sem Barry fékk

Markvörðurinn Shay Given hjá Manchester City kveðst vera hissa á þeim óvingjarnlegu móttökum sem liðsfélagi sinn Gareth Barry fékk þegar hann snéri aftur til þess að mæta sínum gömlu liðsfélögum í Aston Villa á Villa Park í gær.

Wolves hefur kært Bolton til enska knattspyrnusambandsins

Bolton gekk frá kaupum á hinum sautján ára gamla Mark Connolly frá Wolves á eina milljón punda á lokadegi félagaskiptaglggans í sumar en svo virðist vera sem ekki hafi allt verið með felldu varðandi félagaskiptin.

Yeung búinn að ganga frá yfirtöku sinni á Birmingham

Kaupsýslumaðurinn Carson Yeung og fjárfestingarfyrirtækið Grandtop International Holdings hafa gengið frá yfirtöku á yfir níutíu prósenta hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Birmingham en kaupverðið er talið nema um 81,5 milljónum punda.

Zenden æfir með Sunderland

Hollendingurinn Boudewijn Zenden er nú að æfa með enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland en hann er sem stendur án félags.

Vieira orðaður við Chelsea

Enskir fjölmiðlar segja að Carlo Ancelotti vilji fá Patrick Vieira til liðs við félagið ef því verður leyft að kaupa leikmenn þegar félagaskiptinn opnar um næstu áramót.

Styttist í Bullard

Jimmy Bullard stefnir að því að spila með Hull gegn sínu gamla félagi, Fulham, þegar liðin mætast eftir tvær vikur.

Owen byrjar aftur að æfa í dag

Meiðsli Michael Owen eru ekki jafn alvarleg og óttast var og getur hann því byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik í dag.

Eigendaskipti hjá Portsmouth

Sulaiman Al Fahim hefur selt 90 prósenta hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth til viðskiptajöfurs frá Sádí-Arabíu.

Al-Fahim að leitast við að selja Portsmouth strax?

Þrátt fyrir að Portsmouth hafi loks landað sínum fyrsta sigri í átta tilraunum í ensku úrvalsdeildinni um helgina virðist óvissan utan vallar, varðandi eignarhald félagsins engan endi ætla að taka.

Ferguson hugsanlega á leið í leikbann?

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United las dómaranum Alan Wiley pistilinn eftir leik Manchester United og Sunderland um helgina.

Martinez ætlar ekki að refsa Scharner

Knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hjá Wigan segist skilja vel viðbrögð varnar -og miðjumannsins Paul Scharner sem lét öllum illum látum eftir að vera skipt útaf í tapleiknum gegn Hull um helgina.

Everton hefur áhuga á japönskum landsliðsmanni

Miðjumaðurinn Keisuke Honda hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína með VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni en þessi 23 ára landsliðsmaður Japan er orðaður við fjölda félaga, meðal annars á Englandi.

Skatt-man í heimsókn hjá Harry Redknapp

Knattpyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en um helgina var orðrómur á kreiki um að hann væri að hætta sem stjóri Tottenham, en hann neitaði því staðfastlega.

Fabregas: Kyssti merkið til að sýna tryggð mína

Spánverjinn Cesc Fabregas átti enn einn stórleikinn fyrir Arsenal í gær þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp fjögur mörk í 6-2 sigri Lundúnafélagsins gegn Blackburn á Emirates-leikvanginum.

Benitez: Við sjáum til hvað gerist í apríl og maí

Rafael Benitez , stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að afskrifa titilvonir síns liðs þrátt fyrir 0-2 tap á móti Chelsea á Brúnni í dag. Þetta var þriðja tap Liverpool á tímabilinu og lið sem tapar 3 af fyrstu 8 leikjum sínum hefur ekki tekist að vinna enska titilinn síðustu 40 ár.

Chelsea vann 2-0 sigur á Liverpool og fór aftur á toppinn

Didier Drogba lagði upp bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri á Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það voru Frakkarnir Nicolas Anelka og Florent Malouda sem skoruðu mörkin en Chelsea komst aftur í toppsætið með sigrinum.

West Ham bjargaði stigi á móti tíu manna liði Fulham

West Ham fór illa með gott tækifæri til að koma sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mátti þakka fyrir 2-2 jafntefli á móti Fulham í dag. West Ham liðið komst í 1-0 og lék manni fleiri frá 40. mínútu. Everton og Stoke gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma.

Fabregas frábær í stórsigri Arsenal á Blackburn

Cesc Fabregas, spænski miðjumaðurinn hjá Arsenal, sýndi snilli sína í 6-2 sigri Arsenal á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fabregas átti þátt í fyrstu fimm mörkum Arsenal, skoraði eitt og átti fjórar stoðsendingar.

Carlo Ancelotti: Liverpool-liðið saknar Alonso

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er á því að Liverpool-liðið hafi misst mikið þegar félagið seldi Xabi Alonso til Real Madrid í haust. Hann segist hafa verið mjög hrifinn af samvinnu Alonso og Javier Mascherano þegar AC Milan mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007. Ancelotti ætlar væntalega að nýta sér þetta þegar liðin mætast í dag klukkan 15.00 í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Frank Lampard: Erfiðast að spila á móti Steven Gerrard

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að verkefni dagsins sé það erfiðasta í boltanum. Hann mætir þá félaga sínum í enska landsliðinu, Steven Gerrard, þegar lið þeirra Chelsea og Liverpool mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Brúnni og hefst klukkan 15.00.

Pepe Reina: Fernando Torres er betri en Didier Drogba

Pepe Reina segir enginn vafa vera í sínum huga að Fernando Torres sé besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Margir líta á leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag sem einvígi tveggja heitustu framherja deildarinnar, Fernando Torres hjá Liverpool og Didier Drogba hjá Chelsea.

Ferguson: Dórmarinn var ekki í formi til að dæma þennan leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var allt annað en ánægður með dómarann Alan Wiley eftir 2-2 jafntefli Manchester United á móti Sunderland í kvöld. United mátti þakka fyrir jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Ferguson talaði um lítið annað en formleysi dómarans.

Bent: Svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum

Darren Bent og félagar í Sunderland urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að ná í stig á Old Trafford á þessu tímabili en hann var engu að síður svekktur með að ná ekki að vinna leikinn. United jafnaði með sjálfsmarki Anton Ferdinand í uppbótartíma.

Sjálfsmark tryggði United stig í uppbótartíma

Manchester United náði að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Anton Ferdinand skoraði sjálfsmark á annarri mínútu í uppbótartíma eftir gríðarlega pressu Manchester United í lokin. Sunderland komst tvisvar yfir í leiknum en lék manni færri síðustu mínúturnar.

Sjá næstu 50 fréttir