Fleiri fréttir

Arbeloa nálgast Real Madrid að eigin sögn

Spánverjinn Alvaro Arbeloa hjá Liverpool hefur staðfest í viðtölum við spænska fjölmiðla að hann sé nálægt því að ganga loksins í raðir Real Madrid en hann hefur verið sterklega orðaður við 4,5 milljón punda félagsskipti þangað í sumar, sérstaklega eftir komu Glen Johnson til Liverpool.

Enn vandræði hjá Newcastle - Profitable Group hættir við kaup

Það ætlar vægast sagt að ganga illa hjá eigandanum Mike Ashley hjá Newcastle að koma félaginu í sölu en hann hefur lengi leitað að kaupendum og þurft að lækka verðmiðann á b-deildarfélaginu um helming frá því sem hann vildi fá fyrst.

City beinir athyglinni að Upson

Samkvæmt breskum fjölmiðlum í dag er varnarmaðurinn Matthew Upson hjá West Ham næstur á innkaupalista forráðamanna Manchester City eftir að þeir þurftu að játa sig sigraða við að reyna að fá John Terry frá Chelsea og Joleon Lescott frá Everton.

Guðlaugur Victor: Heiður að spila við hlið Gerrard

Unglingalandsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hjá Liverpool er í viðtali á opinberri heimasíðu félagsins í dag þar sem hann talar um reynslu sína á að spila við hlið fyrirliða aðalliðs félagsins, Steven Gerrard, í æfingarleik gegn Tranmere á dögunum.

Rooney stefnir á að brjóta 20 marka múrinn

Framherjinn Wayne Rooney hjá Englandsmeisturum Manchester United er sannfærður um að félagið geti plummað sig vel á næstu leiktíð án marka Portúgalans Cristiano Ronaldo.

Torres ætlar að taka við keflinu af Ronaldo

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, segist ákveðinn í að taka við keflinu af Cristiano Ronaldo sem hættulegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ronaldo hefur yfirgefið Manchester United fyrir Real Madrid.

Mido á leið frá Middlesbrough

Egypski sóknarmaðurinn Mido hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Middlesbrough. Gareth Southgate, stjóri Boro, hefur staðfest að félagið hafi tekið tilboði frá ónefndu félagi í leikmanninn.

Giggs með þrennu í stórsigri Man Utd

Manchester United vann stórsigur 8-2 á kínverska liðinu Hangzhou Greentown í æfingaleik í dag. Ryan Giggs kom inn sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði þrjú síðustu mörk United.

Young er ekki til sölu

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að félög geti strokað Ashley Young út af óskalista sínum. Hann segir að þessi eldsnöggi leikmaður sé einfaldlega ekki til sölu.

Liverpool ekki í vandræðum með Singapúr

Krisztian Nemeth, Ungverjinn ungi, skoraði tvö mörk fyrir Liverpool þegar liðið burstaði Singapúr 5-0 í æfingaleik í Asíu í dag. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en heimamenn voru yfirspilaðir í þeim síðari.

Jóhannes skoraði úr sínu víti

Ensku liðin eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi tímabil sem hefst í ágúst. Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í eldlínunni í æfingaleikjum í gær.

Crouch á leið til Tottenham

Portsmouth hefur tekið tilboði frá Tottenham í enska sóknarmanninn Peter Crouch. Talið er að tilboðið hljóði upp á tíu milljónir punda. Búist er við að Crouch skrifi undir samning til fimm ára við Tottenham.

Adebayor vill Kolo Toure til City

Emmanuel Adebayor hefur biðlað til Manchester City um að félagið kaupi varnarmanninn Kolo Toure, fyrrum samherja sinn hjá Arsenal.

City tapaði úrslitaleiknum fyrir Kaizer Chiefs

Hið rándýra lið Manchester City lauk æfingaferð sinni í Suður-Afríku með því að leika við heimamenn í Kaizer Chiefs í úrslitaleik Vodacom-bikarsins. Manchester United vann þetta æfingamót í fyrra.

Arbeloa gæti verið á leið til Real Madrid

Alvaro Arbeloa, varnarmaður Liverpool, gæti gengið til liðs við Real Madrid á næstu dögum. Þetta er haft eftir umboðsmanni leikmannsins. Talið er að spænska liðið sé tilbúið að greiða 4,5 milljónir punda til að fá Arbeloa aftur.

Redknapp vill fá Vieira

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur áhuga á að fá Patrick Vieira frá Ítalíumeisturum Inter. Þetta opinberaði hann á blaðamannafundi í gær.

Zat Knight og Ricketts til Bolton

Bolton Wanderers hefur keypt varnarmennina Zat Knight frá Aston Villa og Sam Ricketts frá Hull City. Báðir hafa þeir skrifað undir samning til þriggja ára.

Chelsea lagði AC Milan í æfingaleik

Chelsea vann 2-1 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Leikurinn var merkilegur fyrir Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, sem var að mæta fyrrum lærisveinum sínum og hafði sigur.

Fiorentina hefur enn áhuga á Eboue

Andrea Della Valle, forseti ítalska félagsins Fiorentina, segist ólmur vilja fá Emmanuel Eboue frá Arsenal. Eboue var orðaður við Fiorentina þegar Arsenal var á höttunum eftir Felipe Melo.

Shevchenko vonast til að geta hjálpað

Andriy Shevchenko vonast til að geta hjálpað Chelsea en hann er kominn aftur til félagsins eftir lánssamning hjá AC Milan. Úkraínski landsliðsmaðurinn hefur ekki náð sér á strik í þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir Chelsea.

Dean Whitehead til Stoke

Stoke hefur keypt miðjumanninn Dean Whitehead frá Sunderland fyrir þrjár milljónir punda. Kaupverðið gæti þó hækkað upp í fimm milljónir punda.

Komnir og farnir á Englandi

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um miðjan mánuðinn. Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem hafa komið og farið hjá liðum deildarinnar þetta sumarið.

Downing spilar ekki fyrir Villa fyrr en í desember

Stewart Downing, kantmaðurinn knái, mun ekki spila sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa fyrr en í desember. Downing meiddist þegar hann lék með Middlesbrough gegn Villa í maí og hafði vonast til að geta snúið aftur í október.

Þriðja tilboði Fulham í Greening hafnað

West Bromwich Albion hefur hafnað þriðja tilboðinu frá Fulham í Jonathan Greening, fyrirliða liðsins. Greening er þrítugur en hann fór fram á að vera seldur eftir að West Brom féll niður í ensku 1. deildina.

Gilberto farinn frá Tottenham

Tottenham hefur leyst brasilíska bakvörðinn Gilberto undan samningi. Þessi 33 ára leikmaður kom frá Herthu í Berlín í janúar 2008 en fann sig engan veginn hjá Lundúnaliðinu og lék aðeins tíu leiki.

Moyes þarf að styrkja vörnina

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að efst í forgangsröðinni sé að styrkja varnarlínu liðsins. Aðeins tveir miðverðir eru heilir hjá félaginu; Joseph Yobo og Joleon Lescott.

Viðræður hafnar milli Barcelona og West Ham?

Nokkrir erlendir fjölmiðlar segja frá því í dag að viðræður séu farnar af stað milli Barcelona og West Ham um Eið Smára Guðjohnsen. Börsungar eru tilbúnir að selja Eið og hefur West Ham verið það lið sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar.

Berbatov með sigurmarkið gegn Seúl

Manchester United lenti tvívegis undir í vináttuleik sínum gegn FC Seúl í dag en leikurinn er hluti af æfingaferð United í Asíu. Samt sem áður náðu Englandsmeistararnir að tryggja sér sigurinn.

Gerrard hreinsaður af ásökunum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur verið sýknaður af ákærum fyrir að hafa kýlt mann á öldurhúsi í desember síðastliðnum. Dómstóll dæmdi að Gerrard hafi verið að beita sjálfsvörn.

Lee búinn að ná samkomulagi við Bolton

Lee Chung-yong frá Suður-Kóreu hefur náð samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton. Lee er 21. árs og kemur frá FC Seoul í heimalandinu.

Adebayor: Bað aldrei um sölu

Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor segir að það hafi algjörlega verið ákvörðun Arsenal að selja sig til Manchester City. Hann telur að aðalástæðan hafi verið sú að félagið hafi þurft á peningunum að halda.

Neville á heimleið vegna meiðsla

Hægri bakvörðurinn Gary Neville, fyrirliði Manchester United, hefur þurft að yfirgefa æfingabúðir Englandsmeistarana í Asíu. Neville er á leið aftur til Englands í skoðun en meiðslin eru þó ekki talin mjög alvarleg.

Terry verður fyrirliði Chelsea næstu árin

„John Terry er fyrirliði Chelsea og mun bera uppi merki félagsins í mörg ár í viðbót," segir Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagið hefur ítrekað neitað því að Terry sé á förum en Manchester City vill krækja í leikmanninn.

Skrtel sendur aftur til Englands

Varnarmaðurinn Martin Skrtel hjá Liverpool fór meiddur af velli í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tæland í æfingaleik í Bangkok. Skrtel meiddist á læri og er á leið aftur til Englands í nánari skoðun.

Liverpool segist ekki vera að fara selja Alonso til Real

Liverpool hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé búið að samþykkja kauptilboð spænska liðsins Real Madrid á Xabi Alonso. Það ýtti undir sögusagnirnar að spænski miðjumaðurinn missti af æfingaleik liðsins á móti Tælandi í gær.

Ferguson með fullar hendur fjár

Sir Alex Ferguson er með um 60 milljónir punda sem hann getur varið í leikmannakaup fyrir tímabilið sem senn hefst. United fékk 80 milljónir punda fyrir söluna á Cristiano Ronaldo.

Sjá næstu 50 fréttir