Enski boltinn

Liverpool býður í Foggia

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pasquale Foggia.
Pasquale Foggia.

Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir að Liverpool hafi boðið átta milljónir punda í miðvallarleikmanninn Pasquale Foggia. Liverpool er í leit að vinstri kantmanni og er Foggia hugsaður í þá stöðu.

Foggia er 24 ára en hann er samningsbundinn Lazio þó hann spili á lánssamningi hjá Cagliari. Hann var nýlega valinn í ítalska landsliðið en Liverpool vonast til að ganga frá kaupununum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×