Fleiri fréttir

Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“

Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné.

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Þurfum að brýna stálið“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins.

Eiður Smári: „Það er bara gaman að fara til Vestmannaeyja einu sinni á ári“

FH-ingar enda 22 leikja deildarkeppni í 11. og næst neðsta sæti eftir tap gegn Stjörnunni í Garðabænum í lokaumferðinni í dag. FH-ingar fara því í neðri hluta úrslitakeppninnar og þurfa að leika einum útileik meira en flest önnur lið. Eiður Smári Guðjonhsen, þjálfari FH, sér eftir þessum auka heimaleik en FH-ingar þurfa að heimsækja ÍBV til Eyja í fyrsta leik úrslitakeppninnar.

Tekst Fram eða Kefla­vík að komast upp í efri hlutann?

Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00.

FH tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári.

„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.

„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“

Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Bensín á þjálfaraeldinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KR 2-1| Afturelding vann botnslaginn

Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu.

Ætlar að ná metinu af Tryggva

Steven Lennon vonast til þess að stífla hafi brostið þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi á sunnudaginn, fyrstur erlendra knattspyrnumanna.

„Hefur vantað sjálfstraust“

Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Skarð fyrir skildi hjá súrum Stjörnumönnum

Stjarnan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið tapaði fyrir KR í gær og hefur tapað fimm leikjum í röð. Nú er ljóst að liðið verður án síns helsta framherja það sem eftir lifir leiktíðar.

„Það er enginn að verja Ingvar“

Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.