Fleiri fréttir

Arndís á von á barni og verður ekki meira með Keflavík í sumar
Keflvíkingar verða án Arndísar Snjólaugar Ingvarsdóttur það sem eftir er af tímabili í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Arndís á von á barni og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-1 | Óvæntur útisigur Eyjakvenna
Eyjakonur gerðu góða ferð upp á land og unnu óvæntan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Breiðablik í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 9-1 | Valskonur burstuðu KR á Hlíðarenda
Munurinn á Val og KR var sjáanlegur á löngum köflum í dag þegar fyrrnefnda liðið gjörsigraði gesti sína í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Sóknarþunginn kom í bylgjum og 10 mörk litu dagsins ljós í heild sína en níu þeirra voru Valsmegin.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 1-3 Stjarnan | Stjarnan klifrar upp töfluna eftir sigur í Mosfellsbæ
Stjarnan vann 1-3 sigur á Aftureldingu í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld.

Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar
Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar.

Þrír úrskurðaðir í bann í Bestu-deildinni
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur úrskurðað þrjá leikmenn Bestu-deildar karla í eins leiks bann.

William Cole æfir með Blikum þar til hann heldur til Dortmund
Hinn 16 ára gamli William Cole Campbell mun æfa með Breiðablik þangað til hann gengur í raðir Borussia Dortmund í júlí.

Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt
Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur.

KR ekki með vallarþul og virka klukku: „Ekki boðlegt í Bestu deildinni“
Umgjörðin hjá KR í síðasta leik liðsins í Bestu deild kvenna í fótbolta þótti hreint ekki til fyrirmyndar og var gagnrýnd í nýjasta þætti Bestu markanna.

Sokknum verður ekki skilað og það hlakkar ekki í Helenu
Keflavíkurkonur voru á toppi Bestu deildar kvenna eftir tvær umferðir og sendu í framhaldinu Bestu mörkunum sokk. Síðan hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð þar af á móti nýliðum Aftureldingar á heimavelli í síðasta leik.

Bikarmeistararnir austur og Valskonur á Sauðárkrók
Bikarmeistarar Breiðabliks eiga fyrir höndum ferðalag austur á land í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

„Skrýtnasta dómgæsla sem ég hef séð“
Forráðamenn knattspyrnuliðsins FC Árbæjar ætla að leita réttar síns hjá KSÍ eftir að hafa komist að því að dómari í fyrsta leik þeirra í 4. deildinni í sumar, gegn Skallagrími í Borgarnesi í gærkvöld, hefur leikið með Skallagrími síðustu ár.

„Ég er bara svo ánægð að hún komi heim“
Bestu mörkin ræddu endurkomu Alexöndru Jóhannsdóttur í íslensku deildina en hún kom til Breiðabliks á láni á dögunum og skoraði í sigri á KR í fyrsta leik. Fyrst var spilað viðtal Vals Páls Eiríkssonar við landsliðskonuna.

Besta byrjunin síðan að ofurlið KR-inga vann alla leiki sína fyrir 63 árum
Blikar urðu í gær aðeins sjöunda liðið í sögu efstu deildar til að vinna sex fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu en það þarf að fara allt aftur til ársins 1959 til að finna lið með betri markatölu.

Sjáðu Blika fara illa með meistarana og hvernig nýi gamli maðurinn bjargaði KR
Sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og eftir leikinn munar orðið átta stigum á toppliði Breiðabliks og Íslandsmeisturum Víkings.

Kristall Máni sendi Blikum tóninn: Ég er ennþá með jafn marga titla og þið
Víkingurinn Kristall Máni Ingason átti ekki góðan dag í gær frekar en margir félagar hans í Víkingsliðinu. Hann kórónaði vonbrigðin með að fá rautt spjald nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Skoraði í Bestu deildinni 2021 og stefnir á að dæma í henni árið 2023
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er að fara öðruvísi leið innan fótboltans en við höfum séð áður. Hann er hættur að spila þremur árum fyrir þrítugsafmælið en hefur þess í stað snúið sér að dómgæslu.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik
Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Fram 1-2 | Gestirnir með sinn fyrsta sigur og skilja Breiðhyltinga eftir á botninum
Fram heimsótti Breiðholtið og mætti Leikni Reykjavík í uppgjöri liða sem ekki höfðu unnið leik í Bestu deild karla fyrir kvöldið. Fram vann 2-1 sigur og er komið á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Rúnar Kristinsson: Úrslitin glöddu en getum gert margt betur
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttari við stigin þrjú en spilamennsku lærisveina sinna þegar lið hans vann 1-0 sigur gegn Keflavík á Meistaravöllum í kvöld.

Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“
„Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Jón Sveinsson: Góður sigur á erfiðum velli
Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik.

William Cole frá FH til Borussia Dortmund
FH hefur selt hinn 16 ára gamla William Cole Campbell til þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Þorsteinn Már tryggði KR langþráðan heimasigur
KR lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld.

Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla
Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu.

Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“
„Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur.

Sjáðu neglu Daníels og örvfættu reynsluboltana galdra fram sigurmark
Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Valsmenn í gær en eina mark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma. FH og KA unnu einnig góða sigra þegar sjötta umferð Bestu deildarinnar fór af stað en hér má ská öll mörkin frá því í gær.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Valur 1-0 | Fyrsta tap Vals
Oliver Haurits tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Val með marki í uppbótartíma er liðin mættust á Samsung-vellingum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta. Um er að ræða fyrsta tap Vals í sumar.

Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KA 0-3 | Akureyringar á toppinn eftir stórsigur
KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut
FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs.

Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Þróttur R. 1-2 | Endurkomusigur Þróttar í Eyjum
Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Afturelding 1-2 | Nýliðarnir sóttu fyrsta sigurinn
Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Breiðablik | Sannfærandi Blikasigur gegn bitlausu botnliði
Breiðablik vann öruggan 4-0 útisigur á KR í 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Alexandra Jóhannsdóttir kom Blikum á bragðið í endurkomuleik sínum fyrir Kópavogskonur.

Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá
Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins.

Umfjöllun og Viðtöl: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum
Stjarnan og Valur mættust í Bestu deild kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Leiknum lauk með 0-2 sigri gestanna í mjög daufum og lokuðum leik.

Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu.

Leiknismenn að skora á rúmlega fimm klukkutíma fresti í síðustu fjórtán leikjum
Mörkin láta bíða eftir sér hjá Leiknismönnum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og svo hefur í raun verið allt síðan að liðið missti framherjann Sævar Atli Magnússon í atvinnumennsku. Nú eru fimm umferðir búnar af þessu tímabili og Leiknismaður hefur enn ekki skorað fyrir Leikni í ár.

Sjáðu fyrsta þátt Sumarmótanna: „Unnum alla leikina en töpuðum bara einum“
Gleðin var við völd í Fossvoginum á Cheerios-mótinu í fótbolta á dögunum þar sem Gaupi var á meðal gesta og heilsaði upp á unga iðkendur og kunna foreldra.

Sjáðu slysamark í Keflavík og öll hin mörkin á Víkingakvöldi í Bestu í gær
Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 3-0 | Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik
Keflavík vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri fyrir leikinn, en bið Keflvíkinga er nú á enda.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum
Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld.

Berst fyrir EM-sætinu í Mosó
Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert
Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun.