Fleiri fréttir

Þorlákur: Ég hef ekki talað við nein félög

Þorlákur Árnason tilkynnti í dag að hann væri hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Hann getur gengið stoltur frá borði enda varð lið hans Íslandsmeistari í sumar með fullt hús stiga.

Hólmbert til reynslu hjá Heracles

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, mun á næstum dögum fara til reynslu til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heracles og gæti framherjinn einnig farið til annarra liða en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Edda verður áfram hjá Val

Edda Garðarsdóttir skrifaði í gær undir 2 ára samning við Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún verður Helenu Ólafsdóttur til halds og trausts.

Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur

Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tjáði Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni daginn fyrir lokaleik í Pepsi-deildinni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað hjá ÍA. Tíðindin komu Garðari í opna skjöldu og hann segir vinnubrögð stjórnar vera ófagmannleg. Hann vi

Præst sá sem Stjarnan þurfti

Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti.

FH fær 40 þúsund króna sekt vegna ummæla formanns og varaformanns

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins í kvöld.

Samstarfinu við Bubba lokið

Björn Kr. Björnsson þjálfari og HK/Víkingur hafa orðið ásátt að um ljúka samstarfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum

Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar.

Áhorfendum fjölgaði lítillega

1.057 áhorfendur að meðaltali mættu á leikina 132 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða örlitla fjölgun frá því í fyrra þegar meðalaðsóknin var 1.034 áhorfendur.

Máni mun ekki mæta á leiki Keflavíkur og Stjörnunnar

Þorkell Máni Pétursson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Keflavíkur en þetta staðfesti hann í dag í samtali við fótbolta.net. Hann hefur ekki tíma í fótboltann vegna anna. Máni er harður stuðningsmaður Stjörnunnar en hefur miklar taugar til Keflvíkinga eftir sumarið.

Hanskar Daða upp í hillu

Markvörðurinn Daði Lárusson hefur lagt hanskana á hilluna. Hann tilkynnti stuðningsmönnum FH ákvörðun sína í dag.

Arnar Sveinn framlengir við Val

Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson hefur gert nýjan samning við Val sem gildir út tímabilið 2015. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Daníel Laxdal spilaði hverju einustu mínútu í sumar

"Ég er ekkert að hata að tímabilið sé búið. Þetta er orðið gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var á leiðinni á sína síðustu æfingu á tímabilinu í gær þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið.

Viðar Örn til reynslu hjá Brann

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, mun í lok vikunnar fara til æfinga hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann og verður þar til skoðunar í eina viku.

Hulda Ósk afgreiddi Rúmeníu

Hulda Ósk Jónsdóttir var hetja íslenska 17 ára landsliðsins í fótbolta í Rúmeníu í dag þegar hún skoraði bæði mörk í 2-1 sigri á heimastúlkum. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM.

Aron Einar: Gæti ekki haft aðdáendur KA að hvetja mig áfram

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni og fyrirliði íslenska landsliðsins hefur sterkar skoðanir á því hvort Akureyrarfélögin Þór og KA spili undir sama merki í fótbolta eða ekki. Akureyri teflir fram sameiginlegu liði í handboltanum og það er alltaf umræða í gangi fyrir norðan hvort það eigi einnig að vera svoleiðis í fótboltanum.

KSÍ afhendir verðlaunin á fimmtudaginn

Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.

Magnað ævintýri hjá KV | Myndband

KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar mun leika í 1. deild á næsta ári en liðið komst upp í deildina eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í lokaumferðinni.

KR Norðurlandameistari í titlum

Vesturbæjarstórveldið tók á móti sínum 26. Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu í meistaraflokki karla á laugardaginn eftir 2-1 sigur á Fram.

„Ég er enn pínu sár“

KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson mun seint gleyma tímabilinu sem lauk um helgina. Þá varð hann Íslandsmeistari og vann einnig persónulega sigra. Þjónustu hans var ekki óskað fyrir tímabilið. Hann neitaði að fara, tók sig saman í andlitinu og var í

Atli fékk fréttir af bekknum

Það var hart barist um gullskóinn sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla fær. Þrír leikmenn enduðu með 13 mörk í deildinni: FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, KR-ingurinn Gary Martin og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Atli Viðar lék fæsta leiki af þremenningunum og fær því gullskóinn.

Pepsimörkin: Helstu tilþrif meistaranna

KR-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan í dag en þeir voru þegar búnir að tryggja sér titilinn. Þeir gátu því notið sín í dag og það gerðu þeir.

Lokasyrpa Pepsimarkanna

Pepsimörkin kvöddu í kvöld með löngum þætti þar sem sumarið var gert upp enda fór lokaumferðin fram í dag.

Sakar Ólaf Pál um fordóma

Jóhann Laxdal, hægri bakvörður Stjörnunnar, er allt annað en sáttur með framkomu Ólafs Páls Snorrasonar, kantmanns FH-inga í lokaumferðinni í dag.

Þorvaldur hættur með ÍA

"Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn Fylki í dag.

Atli Viðar fékk gullskóinn

FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og fær að launum gullskóinn eftirsótta.

Hver þeirra fær gullskóinn?

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag. Úrslitin eru ráðin á toppi og botni en það er enn mikil spenna í baráttunni um markakóngstitilinn. Atli Viðar Björnsson á möguleika á að fullkomna skósafnið sitt.

Sjá næstu 50 fréttir