Íslenski boltinn

Hólmbert til reynslu hjá Heracles

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson mynd / vilhelm
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, mun á næstum dögum fara til reynslu til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heracles og gæti framherjinn einnig farið til annarra liða en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hólmbert gerði tíu mörk fyrir Fram í Pepsi-deildinni í sumar og varð einnig bikarmeistari með liðinu en í þeirri keppni gerði hann þrjú mörk.

Heracles er sem stendur í 10. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×