Íslenski boltinn

Arnar Sveinn framlengir við Val

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson hefur gert nýjan samning við Val sem gildir út tímabilið 2015. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Leikmaðurinn er uppalinn hjá félaginu en lék með Víking Ó. sumarið 2012 er liðið tryggði sér sæti í efstu deild.

Arnar Sveinn er 22 ára gamall hefur spilað 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og á 66 leiki með Val í efstu deild og bikar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×