Íslenski boltinn

FH fær 40 þúsund króna sekt vegna ummæla formanns og varaformanns

Mynd/Daníel
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins í kvöld.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu þá kollega sinn hjá Val, Börk Edvardsson, um að taka hlut af sölu leikmanna Hlíðarendaliðsins.

Þeir Jón Rúnar og Lúðvík létu móðan masa í viðtalsaðstöðu blaðamanna eftir leikinn. Upptaka af samtali þeirra félaga og blaðamanna var birt á netinu stuttu eftir leikinn og fréttin fór eins og eldur í sinu um netheima.  

Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér fréttatilkynningu seinna um kvöldið þar sem þeir báðu Börk innilega afsökunar. Börkur Edvardsson tók þá afsökunarbeiðni gilda.




Tengdar fréttir

Jón Rúnar og Lúðvík biðja Börk innilega afsökunar

Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formenn knattspyrnudeildar FH fóru mikinn í ásökunum í garð Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, eftir 3-3 jafntefli liðanna í Kaplakrika í kvöld en með þessu jafntefli er nokkuð ljóst að FH verður ekki meistari í ár.

,,Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val"

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu, Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, um að taka hlut af sölu leikmanna frá Hlíðarendaliðinu.

Aganefnd tekur ummæli formanna FH fyrir

Knattspyrnudeild FH gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna hegðunar formanna deildarinnar að loknu 3-3 jafnteflinu gegn Val í Pepsi-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×