Íslenski boltinn

Fylkir vann Fram í gær og svona voru mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkismenn fagna hér marki í Pepsi-deildinni síðasta sumar.
Fylkismenn fagna hér marki í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Mynd/Ernir
Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi í b-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta og eftir þá eru Leiknismenn á toppnum eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fylkismenn voru þó lið kvöldsins í Egilshöllinni.

Leiknismenn gerðu markalaust jafntefli við Víkinga í gær en höfðu áður unnið 3-0 sigur á Fylki. Víkingar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum.

Fylkismenn tóku sig á eftir tapið á móti Leikni í fyrsta leik og unnu 2-0 sigur á Fram í gær. Fram hefur bara eitt stig og er í neðsta sætinu í riðlinum.

Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrra mark Fylkismanna á 50. mínútu eftir sendingu inn fyrir frá Kristján Pál Jónssyni. Hákon snéri þá skemmtilega á Ögmund Kristinsson markvörð Framara og skoraði.

Kristján Páll skoraði síðan sjálfur seinna markið á 83. mínútu eftir að varnarmenn Framara misstu sendingu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar inn fyrir.

Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í opinberum leik með Trygga Guðmundsson innanborðs en hann átti skot í stöng skömmu áður en Hákon skoraði fyrsta markið.

Það er hægt að sjá mörk Fylkismanna með því að smella hér en Sporttv var á leiknum og hefur tekið saman helstu atvik hans á síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×