Íslenski boltinn

KR vann 3-0 í fyrsta leik Andra Ólafs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Ólafsson og Kristófer Eggertsson léku sinn fyrsta leik með meistaraflokki KR í gær.
Andri Ólafsson og Kristófer Eggertsson léku sinn fyrsta leik með meistaraflokki KR í gær. Mynd/Heimasíða KR
KR-ingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Reykjavíkurmóti karla en Vesturbæjarliðið vann 3-0 sigur á Þrótti í Egilshöllinni í gærkvöldi. Andri Ólafsson kom frá ÍBV á sunnudaginn og lék sinn fyrsta leik með liðinu í gær.

Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði tvö mörk fyrir KR í leiknum það fyrra á 20. mínútu eftir sendingu frá Emil Atlasyni en það seinna á 75. mínútu eftir stungusendingu frá Gary Martin. Jónas Guðni Sævarsson skoraði síðasta markið með flottu skoti fyrir utan teig.

Andri Ólafsson kom inn á sem varamaður fyrir Grétar Sigfinn Sigurðarson á 88. mínútu og fór í miðvörðinn.

KR er nú með sex stig eftir tvo fyrstu leiki sína og er í efsta sæti í A-riðili en Þróttarar eru í fjórða sæti með þrjú stig í þremur leikjum.

Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði bæði mörk Fjölnis í 2-0 sigri á ÍR í hinum leiknum á Reykjavíkurmótinu í gær. Fjölnismenn eru einnig með fullt hús eftir tvo leiki eins og KR-ingar en ÍR-ingar eru stigalausir á botninum.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá heimasíðu KR og fótbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×