Íslenski boltinn

Guðlaugur Victor söng Lífið er yndislegt

Guðlaugur Victor fagnar í leik með NEC Nijmegen.
Guðlaugur Victor fagnar í leik með NEC Nijmegen.
Nýliðinn Guðlaugur Victor Pálsson var busaður af félögum sínum í íslenska landsliðinu í gær. Þurfti leikmaðurinn að halda ræðu, syngja og dansa.

Árbæingurinn gerði sér lítið fyrir og tók Þjóðhátíðarlagið "Lífið er yndislegt" og steig trylltan dans með að því er segir á heimasíðu KSÍ.

Allir nýliðar í landsliðinu þurfa að ganga í gegnum álíka innvígslu og virðast menn almennt á því að Guðlaugur hafi komist vel frá verkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×