Íslenski boltinn

Ingvar samdi við Stjörnuna á nýjan leik

Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Markvörðurinn Ingvar Jónsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna og verður því áfram í Garðabænum.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag en samningurinn er til þriggja ára.

Ingvar hafði áður rift samningi sínum við félagið og reyndi í kjölfarið að komast að hjá liði erlendis. Það gekk ekki eftir.

Hann mun því berjast við Arnar Darra Pétursson um markvarðarstöðuna í Garðabænum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×