Fleiri fréttir

U19 ára stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað stelpum 19 ára og yngri gerði 1-1 jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lára Kristín Pedersen, leikmaður Aftureldingar, skoraði mark Íslands.

Færeyingar koma í Dalinn í ágúst

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst næstkomandi.

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Ofbeldi vegur þyngra en níð

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir.

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Guðmundur lánaður til Start

Miðjumaðurinn sterki, Guðmundur Kristjánsson, mun ekki leika með Breiðablik í sumar því hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start.

Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi.

Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr

"Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu.

Forréttindi að fæðast snemma á árinu

Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur

Keflvíkingar búnir að semja við slóvenskan miðvörð

Slóvenski varnarmaðurinn Gregor Mohar mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keflavík.

Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning

Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt.

17 ára strákarnir lögðu 19 ára strákana

U17 ára landsliðið í knattspyrnu karla lagði kollega sína í U19 ára landsliðinu 3-1 í æfingaleik í Egilshöll í dag. Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis í Breiðholti, skoraði tvö marka 17 ára liðsins.

Áfram á Stöð 2 Sport

365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

Pepsi-deildin á Stöð 2 Sport í sumar

Sýnt verður frá keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Stöð 2 Sport í sumar eins og undanfarin ár. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdarstjóri dagskrársviðs 365, staðfesti það við Vísi.

Erum sátt við sjötta sætið

Ísland hafnaði í sjötta sæti á Algarve-æfingamótinu í Portúgal eftir 3-1 tap fyrir Danmörku í leik um fimmta sætið í gær. "Góður undirbúningur fyrir mikilvægasta leik okkar í undankeppni EM,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari.

Sigurður Ragnar: Bara með þrjá varamenn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikmenn Íslands hafi verið áberandi þreyttir gegn danska liðinu á Algarve-mótinu í dag.

Stolt af litlu systur

Margrét Lára Viðarsdóttir spilar ekki með íslenska kvennalandsliðinu í dag á móti Dönum í leiknum um 5. sætið í Algarve-bikarnum en gat byrjað inn á með litlu systur í sigrinum á Kína. Margrét Lára hefur áhyggjur af meiðslunum.

Sara Björk og Margrét Lára ekki með á móti Dönum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum á morgun í leik um 5. sætið í Algarvebikarnum en leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína

Fanndís Friðriksdóttir opnaði markareikning sinn með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í gær þegar hún tryggði íslensku stelpunum 1-0 sigur á Kína og þar með leik á móti Dönum um fimmta sætið í Algarvebikarnum.

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni

Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.

Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.

KR vann dramatískan sigur

Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins.

Guðmundur til reynslu hjá Hoffenheim

Sóknarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, er á leið til Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann verður til reynslu hjá liðinu. Þetta kom fram á vef Eyjafrétta.

Sjá næstu 50 fréttir