Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 17:23 Margrét Lára, hér á æfingu með landsliðinu í Belgíu, var ekki á skotskónum gegn Belgum frekar en samherjar hennar. Mynd / Facebook-síða KSÍ Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47
Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24