Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 17:23 Margrét Lára, hér á æfingu með landsliðinu í Belgíu, var ekki á skotskónum gegn Belgum frekar en samherjar hennar. Mynd / Facebook-síða KSÍ Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru. Ellefu þjóðir auk gestgjafanna frá Svíþjóð komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlí 2013. Sigurvegarar riðlanna sjö tryggja sér sæti auk þess liðs sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hinar sex þjóðirnar sem hafna í öðru sæti síns riðils fara í umspilsleiki um sæti í lokakeppninni. Nánari upplýsingar um stöðu mála í Riðli 3 má finna á heimasíðu Evrópska knattspyrnusambandsins með því að smella hér. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins árið 2009. Þá mætti liðið Írlandi í tveimur leikjum og höfðu betur samanlagt 4-1. Sigurinn tryggði liðinu sæti á stórmóti í fyrsta skipti en leikið var í Finnlandi haustið 2009. Eftir tapið í gær eru Belgar komnir í forystusæti riðilsins með 14 stig, Ísland hefur 13 stig og Noregur 12. Belgíska liðið hefur þó leikið einum leik meira en Ísland og Noregur sem lagði Ungverja 5-0 á útivelli í gær. Með sigri í fjórum síðustu leikjum sínum tryggir íslenska liðið sér sæti í lokakeppninni. Misstig líkt og í leikjunum gegn Belgum getur þó auðveldlega breytt EM-drauminum í martröð. Þrír skyldusigrar og úrslitaleikur gegn NoregiÍsland tekur á móti Ungverjum á Laugardalsvelli 16. júní. Ungverjar hafa bæði tapað leikjum sínum stórt líkt og gegn Noregi í gær en einnig staðið í Belgum þar sem 2-1 tap á útivelli varð staðreynd. Á eðlilegum degi á íslenska liðið að pakka því ungverska saman en vanmat líkt og það sem virðist hafa átt sér stað í leikjunum gegn Belgum verður að vera fjarri Laugardalnum. Ísland vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í Ungverjalandi. Fimm dögum síðar sækir íslenska liðið slökustu þjóð riðilsins heim en Búlgarir eru stigalausir á botni riðilsins og hafa enn ekki skorað mark í sex leikjum. Úrslitin í riðlinum ráðast svo í haust. Þann 15. september koma Norður-Írar í heimsókn á Laugardalsvöllinn og fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því norska í Sarpsborg. Hefði íslenska liðið staðið sig í stykkinu gegn því belgíska er líklegt að viðureignin í Noregi hefði ekki skipt máli. Ísland hefði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Ef allt er eðlilegt verður viðureignin í Noregi úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. Tap í leiknum gæti þýtt að 3. sæti riðilsins yrði hlutskipti íslenska liðsins sem væri þar með úr leik. Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnuÞrátt fyrir að íslenska liðið hafi unnið 3-1 sigur á því norska í fyrri viðureign þjóðanna skal hafa í huga að Noregur er stórþjóð í kvennaknattspyrnu. Liðið varð heimsmeistari árið 1995 og Ólympíumeistari fimm árum síðar í Sidney í Ástralíu. Liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari (1987 og 1993) auk þess sem liðið fékk silfur árið 2005 og brons í Finnlandi 2009. Noregur er í 13. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið í 15. sæti. Til samanburðar er Belgía í 33. sæti listans, Ungverjaland í 35. sæti og Norður-Írland í 55. sæti. Draumur íslenska kvennalandsliðsins og stuðningsmanna þess á því að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum er enn fyrir hendi. En þá má liðið ekki misstíga sig frekar í leikjum sínum.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47 Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Stelpurnar töpuðu í Belgíu Ísland hefur misst toppsætið í sínum riðli í undankeppni EM 2013 eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrir Belgíu ytra í kvöld, 1-0. 4. apríl 2012 19:47
Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. 4. apríl 2012 21:24