Fleiri fréttir

Willum: Margur reynslumeiri leikmaður hefði fallið í völlinn

„Það er ekki lögmál hjá okkur að vinna alltaf með einu marki því það var tilefni til að vinna þennan leik fleiri mörkum,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Selfossi í Reykjanesbæ í kvöld.

Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir

„Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1.

Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við.

Heimir: Við höfum oft sýnt karakter

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1.

Tryggvi: Áttum ekki meira skilið

"Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum.

Umfjöllun: Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins

Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins.


Lárus Orri hættur hjá Þór

Lárus Orri Sigurðsson er hættur sem þjálfari 1. deildarliðs Þórs á Akureyri í kjölfar deilna við aðalstjórn félagsins. Þetta kom fram á Fótbolta.net í kvöld.

Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum

Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið.

Selfoss fékk tíu milljónir frá KSÍ

Selfoss fékk 10 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ fyrir nýjan grasvöll sinn og áhorfendastúku. Þetta er hæsta upphæð sem Mannvirkjasjóður úthlutar í þetta sinn en alls fengu 12 verkefni samtals 31 milljón til mannvirkjagerða.

Ólafur: Ekki fallegasti leikurinn

„Við vorum miklu betri en þeir og 4-0 eru fín úrslit,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir sigurinn örugga á Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli um helgina.

Ólafur: Sáttur með eitt stig í Eyjum

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var sáttur með eitt stig í Eyjum í dag gegn ÍBV. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar.

Blikar og Eyjamenn gerðu jafntefli

ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í dag. Leiknum var að ljúka í Eyjum en hann var mjög fjörugur.

Áfrýjun Keflvíkinga um undanþágu fyrir markmann líka hafnað

Það er nú orðið endanlega ljóst að Keflvíkingar fá ekki að fá Henrik Bödker lánaðan frá Þrótti, eins og félagið vildi gera. KSÍ neitaði Keflvíkingum um undanþágu, bæði framkvæmdastjórinn sem og Félagaskipta- og samninganefnd þangað sem Suðurnesjamenn áfrýjuðu.

Gunnleifur: Tók vel á því í upphituninni

„Er ég ekki örugglega maður leiksins?" sagði markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hress og kátur eftir 4-0 sigurinn gegn Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í dag.

1. deild: Fyrsti sigur Gróttu

Grótta vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Gróttan vann þá öruggan og góðan 4-1 sigur á Fjarðabyggð fyrir austan.

Gylfi og Birkir í byrjunarliði Íslands

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Andorra í dag. Bæði Gylfi Sigurðsson og Birkir Bjarnason byrja leikinn.

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Árni Freyr: Ég er klár þegar kallið kemur

Árni Freyr Árnason mun væntanlega verja mark Keflvíkinga í næstu leikum liðsins. Ómar Jóhannsson er meiddur og eins og komið hefur fram fá Keflvíkingar ekki undanþágu til að fá annan markmann lánaðan til sín.

Grindavík og Brann í viðræðum

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga Grindavík og Brann í viðræðum um að Ólafur Örn Bjarnason verði leystur undan samningi sínum við Brann svo hann geti tekið við þjálfun Grindavíkur.

Tveimur leikjum frestað hjá Keflavík

Tveir leikir hjá Keflavík hafa verið færðir aftur um einn dag vegna þátttöku Haraldar Freys Guðmundssonar í landsleik Íslands og Andorra á morgun.

Strákarnir léttir á æfingu í sólinni í gær - myndasyrpa

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun og í gær voru strákarnir á æfingu á vellinum. Það eru margir ungir leikmenn í hópnum að þessu sinni og því má segja að næsta kynslóð landsliðsins verði í sviðsljósinu á móti Andorra.

Björn Kristinn Björnsson: Við gerðum okkur erfitt fyrir

Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur."

Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

„Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

Jón Þór: Stelpurnar vissu að þetta yrði erfitt

Jón Þór Brandsson, þjálfari FH, var ánægður með lið sitt þrátt fyrir tap gegn Fylkisstúlkum á Kaplakrika í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Fylki sem voru manni fleiri síðustu 30 mínúturnar. „Okkur vantar enn stig, en við erum á réttri leið, við erum að læra í hverjum leik og vitum nú hvað þarf til að vinna stig í Pepsideildinni og erum við að nálgast það," sagði Jón Þór Brandsson.

Sjá næstu 50 fréttir