Íslenski boltinn

Kolbeinn: Leiðinlegt að horfa á þetta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Fréttablaðið/Pjetur

Kolbeinn Sigþórsson kom inn sem varamaður þegar Ísland vann Andorra 4-0. Kolbeinn skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.

„Það var var ágætlega vel gert," sagði Kolbeinn. „Það var gaman að koma inn og spila þennan leik. Við sýndum alls ekki okkar besta fótbolta en það er ekki hægt að kvarta yfir 4-0 sigri," sagði Kolbeinn.

Seint verður sagt að leikurinn hafi verið skemmtilegur áhorfs. „Andorra reyndi að slökkva á okkur, tafði mikið og það var leiðinlegt að horfa á þetta af bekknum," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur nú skorað tvö mörk í þremur landsleikjum. „Það er mitt markmið að halda mér inni í þessu og vonandi hef ég náð að sýna Óla eitthvað," sagði Kolbeinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×