Íslenski boltinn

ÍBV tekur á móti Blikum í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið
ÍBV tekur á móti Blikum í eina leik dagsins í Pepsi-deild karla. Þetta er fyrsti heimaleikur ÍBV í sumar.

Eftir erfiðleika í samgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli þurfti ÍBV að breyta heimaleikjum sínum í útileiki í fyrstu umferðum deildarinnar.

Liðið hefur staðið sig vel á föstu landi, unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli auk þess sem það tapaði einum leik. Það hefur sjö stig í sjötta sæti deildarinnar.

Blikar eru í fjórða sætinu eftir tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap, líkt og ÍBV, auk reyndar Selfoss og Fylkis.

Það stefnir því allt í hörkuleik í Eyjum í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis en leikurinn hefst klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×