Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum Elvar Geir Magnússon skrifar 31. maí 2010 19:15 Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val. Mynd/Anton Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið. Varnarleikur Fylkis var hvorki fugl né fiskur og réðu Árbæingar ekkert við sóknarleik Vals. Þeir klúðruðu málum gegn Fram í síðustu umferð og virðast ekki hafa jafnað sig á því. Föst leikatriði og fyrirgjafir settu þá út af sporinu trekk í leiknum í kvöld. Spilamennska þeirra var skömminni skárri í fyrri hálfleiknum en þeim síðari voru þeir í tómu tjóni og brugðust illa við mótlætinu. Valsmenn höfðu 2-1 forystu í hálfleik en bæði mörk þeirra í fyrri hálfleiknum voru keimlík. Þau komu með skalla eftir aukaspyrnur frá Martin Pedersen. Gestirnir voru ekki á tánum í teignum og var refsað fyrir það.Fylkismenn náðu reyndar í millitíðinni að jafna í 1-1. Markmenn hafa gagnrýnt dómara fyrir að refsa þeim harkalega með rauðum spjöldum í upphafi móts en Kjartan Sturluson slapp alveg við spjald þegar hann gerðist brotlegur í teignum eftir hálftíma leik.Kjartan varði vítaspyrnuna en hélt ekki boltanum og Albert Brynjar Ingason skoraði í annarri tilraun. Í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn algjörlega lögum og lofum og nýttu sér brotalamir í varnarleik gestana sem brugðust mjög illa við mótlætinu. Andrés Már Jóhannesson missti stjórn á skapi sínu og fauk af velli með rautt spjald fyrir kjaftbrúkFlottur sigur Valsmanna. Danirnir Pedersen og Danni König áttu báðir mjög góðan leik og eru að finna sig betur með hverjum leiknum. Sá fyrrnefndi virðist finna sig betur sem djúpur á miðjunni og König var stórhættulegur í fremstu víglínu og skilaði tveimur mörkum í kvöld. Haukur Páll Sigurðsson átti einnig flottan leik en hann er strax á sínu fyrsta tímabili hjá Val orðinn ótrúlega mikilvægur lykilmaður í liðinu.Ólafur Þórðarson á verkefni fyrir höndum að reyna að skrúfa hausinn aftur rétt á sína menn. Enginn leikmaður Fylkis getur gengið sáttur frá borði eftir þennan leik. Valur Fannar Gíslason sem hefur oft dregið vagninn fyrir liðið tók varla þátt í kvöld og liðið var í heildina mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast.Valur - Fylkir 5-21-0 Danni König (12.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (30.) 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (36.) 3-1 Baldur Aðalsteinsson (47.) 4-1 Danni König (55.) 5-1 Ian Jeffs (72.) 5-2 Pape Faye (83) Rautt spjald: Andrés Már Jóhannesson, Fylki (60.)Dómari: Einar Örn Daníelsson 8Skot (á mark): 18-9 (12-5)Varin skot: Kjartan 4 - Fjalar 6Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 13-11Rangstöður: 2-2Valur (4-3-3) Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (63. Sigurbjörn Hreiðarsson 6) Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Pedersen 8 Haukur Páll Sigurðsson 8 Jón Vilhelm Ákason 6 (33. Ian Jeffs 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (70. Þórir Guðjónsson 6) Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 8* - Maður leiksinsFylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 3 Einar Pétursson 3 Þórir Hannesson 3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 4 Valur Fannar Gíslason 3 Tómas Þorsteinsson 3 (72. Baldur Bett -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70. Ásgeir Arnþórsson 5) Jóhann Þórhallsson 4 (70. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið. Varnarleikur Fylkis var hvorki fugl né fiskur og réðu Árbæingar ekkert við sóknarleik Vals. Þeir klúðruðu málum gegn Fram í síðustu umferð og virðast ekki hafa jafnað sig á því. Föst leikatriði og fyrirgjafir settu þá út af sporinu trekk í leiknum í kvöld. Spilamennska þeirra var skömminni skárri í fyrri hálfleiknum en þeim síðari voru þeir í tómu tjóni og brugðust illa við mótlætinu. Valsmenn höfðu 2-1 forystu í hálfleik en bæði mörk þeirra í fyrri hálfleiknum voru keimlík. Þau komu með skalla eftir aukaspyrnur frá Martin Pedersen. Gestirnir voru ekki á tánum í teignum og var refsað fyrir það.Fylkismenn náðu reyndar í millitíðinni að jafna í 1-1. Markmenn hafa gagnrýnt dómara fyrir að refsa þeim harkalega með rauðum spjöldum í upphafi móts en Kjartan Sturluson slapp alveg við spjald þegar hann gerðist brotlegur í teignum eftir hálftíma leik.Kjartan varði vítaspyrnuna en hélt ekki boltanum og Albert Brynjar Ingason skoraði í annarri tilraun. Í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn algjörlega lögum og lofum og nýttu sér brotalamir í varnarleik gestana sem brugðust mjög illa við mótlætinu. Andrés Már Jóhannesson missti stjórn á skapi sínu og fauk af velli með rautt spjald fyrir kjaftbrúkFlottur sigur Valsmanna. Danirnir Pedersen og Danni König áttu báðir mjög góðan leik og eru að finna sig betur með hverjum leiknum. Sá fyrrnefndi virðist finna sig betur sem djúpur á miðjunni og König var stórhættulegur í fremstu víglínu og skilaði tveimur mörkum í kvöld. Haukur Páll Sigurðsson átti einnig flottan leik en hann er strax á sínu fyrsta tímabili hjá Val orðinn ótrúlega mikilvægur lykilmaður í liðinu.Ólafur Þórðarson á verkefni fyrir höndum að reyna að skrúfa hausinn aftur rétt á sína menn. Enginn leikmaður Fylkis getur gengið sáttur frá borði eftir þennan leik. Valur Fannar Gíslason sem hefur oft dregið vagninn fyrir liðið tók varla þátt í kvöld og liðið var í heildina mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast.Valur - Fylkir 5-21-0 Danni König (12.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (30.) 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (36.) 3-1 Baldur Aðalsteinsson (47.) 4-1 Danni König (55.) 5-1 Ian Jeffs (72.) 5-2 Pape Faye (83) Rautt spjald: Andrés Már Jóhannesson, Fylki (60.)Dómari: Einar Örn Daníelsson 8Skot (á mark): 18-9 (12-5)Varin skot: Kjartan 4 - Fjalar 6Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 13-11Rangstöður: 2-2Valur (4-3-3) Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (63. Sigurbjörn Hreiðarsson 6) Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Pedersen 8 Haukur Páll Sigurðsson 8 Jón Vilhelm Ákason 6 (33. Ian Jeffs 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (70. Þórir Guðjónsson 6) Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 8* - Maður leiksinsFylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 3 Einar Pétursson 3 Þórir Hannesson 3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 4 Valur Fannar Gíslason 3 Tómas Þorsteinsson 3 (72. Baldur Bett -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70. Ásgeir Arnþórsson 5) Jóhann Þórhallsson 4 (70. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn