Umfjöllun: Baráttusigur FH á botnliði Grindvíkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2010 18:30 Atli Viðar Björnsson í leik með FH. Mynd/Stefán FH vann í kvöld 2-1 sigur á Grindavík eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Grindavík er fyrir vikið enn stigalaust á botni deildarinnar. Ljóst var fyrir leikinn að mikið lá undir. Grindavík hafði tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en FH, sem voru spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, sat þremur sætum ofar með fjögur stig úr fjórum leikjum. Leikurinn var hinsvegar ekki fjörugur þrátt fyrir þrjú mörk í fyrri hálfleik. FH byrjaði leikinn betur, pressaði hátt á Grindvíkingana sem náðu litlu spili fram. Það var því gegn gangi leiksins þegar Grétar Ólafur Hjartarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Jósefs Kristins og Giles Mgbang Ondo. FH-ingar héldu áfram að pressa og sköpuðu sér nokkur hálffæri en þó engin afgerandi. Þeir náðu þó að skora á 33. mínútu og var þar að verki Matthías Vilhjálmsson eftir hornspyrnu Atla Guðnasonar. Stuttu seinna þurfti Marko Valdimar Stefánsson að fara af velli eftir þungt höfuðhögg við skallaeinvígi í teig Grindvíkinga og var hann fluttur burt á sjúkrabíl í hálfleik FH náði svo að skora aftur rétt fyrir hálfleik en þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir mistök í vörn Grindvíkinga. Hjörtur Logi Valgarðsson átti fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Alexander Magnússon misreiknaði boltann og fékk hann yfir sig. Þar beið Atli Viðar, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Rúnari Dóri. FH varð því komið með nokkuð sanngjarna 2-1 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Lítið gerðist í seinni hálfleik. FH-ingar voru þó líklegri til að bæta við seinna markinu og var Atli Guðnason hættulegur á vinstri kantinum og Matthías Vilhjálmsson hættulegur fyrir framan markið. Það mátti oft litlu muna og varði Rúnar til að mynda vel skalla Matthíasar í slánna. Þá átti Atli Viðar skalla að marki en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Leikurinn endaði því 2-1 fyrir FH og lyfta Hafnfirðingar sér því upp fyrir Stjörnuna en aðeins eitt stig skilur að liðin í öðru til áttunda sæti.FH - Grindavík 2-1 0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (12.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (33.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (43.) Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Þorvaldur Árnason 6Skot (á mark): 12-3 (6-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Rúnar Dór 4Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-2FH (4-4-2): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 5 Pétur Viðarsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 5 (70. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5) Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 7 - maður leiksins Torger Motland 5 (81. Jacob Neestrup -)Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 5 Ray Anthony Jónsson 6 Auðunn Helgason 6 Marko Valdimar Stefánsson 5 (38. Loic Mgbang Ondo 5) Alexander Magnússon 5 (75. Óli Baldur Bjarnason -) Scott Mckenna Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Grétar Ólafur Hjartarson 6 (75. Matthías Örn Friðriksson -) Gilles Daniel Mgbang Ondo 6 Leikurinn var í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en lesa má lýsinguna hér: FH - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36 Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
FH vann í kvöld 2-1 sigur á Grindavík eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Grindavík er fyrir vikið enn stigalaust á botni deildarinnar. Ljóst var fyrir leikinn að mikið lá undir. Grindavík hafði tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en FH, sem voru spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, sat þremur sætum ofar með fjögur stig úr fjórum leikjum. Leikurinn var hinsvegar ekki fjörugur þrátt fyrir þrjú mörk í fyrri hálfleik. FH byrjaði leikinn betur, pressaði hátt á Grindvíkingana sem náðu litlu spili fram. Það var því gegn gangi leiksins þegar Grétar Ólafur Hjartarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Jósefs Kristins og Giles Mgbang Ondo. FH-ingar héldu áfram að pressa og sköpuðu sér nokkur hálffæri en þó engin afgerandi. Þeir náðu þó að skora á 33. mínútu og var þar að verki Matthías Vilhjálmsson eftir hornspyrnu Atla Guðnasonar. Stuttu seinna þurfti Marko Valdimar Stefánsson að fara af velli eftir þungt höfuðhögg við skallaeinvígi í teig Grindvíkinga og var hann fluttur burt á sjúkrabíl í hálfleik FH náði svo að skora aftur rétt fyrir hálfleik en þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir mistök í vörn Grindvíkinga. Hjörtur Logi Valgarðsson átti fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Alexander Magnússon misreiknaði boltann og fékk hann yfir sig. Þar beið Atli Viðar, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Rúnari Dóri. FH varð því komið með nokkuð sanngjarna 2-1 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Lítið gerðist í seinni hálfleik. FH-ingar voru þó líklegri til að bæta við seinna markinu og var Atli Guðnason hættulegur á vinstri kantinum og Matthías Vilhjálmsson hættulegur fyrir framan markið. Það mátti oft litlu muna og varði Rúnar til að mynda vel skalla Matthíasar í slánna. Þá átti Atli Viðar skalla að marki en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Leikurinn endaði því 2-1 fyrir FH og lyfta Hafnfirðingar sér því upp fyrir Stjörnuna en aðeins eitt stig skilur að liðin í öðru til áttunda sæti.FH - Grindavík 2-1 0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (12.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (33.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (43.) Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Þorvaldur Árnason 6Skot (á mark): 12-3 (6-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Rúnar Dór 4Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-2FH (4-4-2): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 5 Pétur Viðarsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 5 (70. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5) Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 7 - maður leiksins Torger Motland 5 (81. Jacob Neestrup -)Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 5 Ray Anthony Jónsson 6 Auðunn Helgason 6 Marko Valdimar Stefánsson 5 (38. Loic Mgbang Ondo 5) Alexander Magnússon 5 (75. Óli Baldur Bjarnason -) Scott Mckenna Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Grétar Ólafur Hjartarson 6 (75. Matthías Örn Friðriksson -) Gilles Daniel Mgbang Ondo 6 Leikurinn var í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en lesa má lýsinguna hér: FH - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36 Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36
Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn