Fleiri fréttir

Rekinn frá Watford en ráðinn af Leeds United

Spánverjinn Javi Gracia verður næsti knattspyrnustjóri Leeds United samkvæmt fréttum frá Englandi og fær það stóra verkefni að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Telja að Hákon Arnar ætti að kosta tæp­lega þrjá milljarða króna

Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar fyrir meistaralið FC Kaupmannahafnar. Hann var eftirsóttur í janúar og það er ljóst að ef FCK ákveður að selja leikmanninn mun það aðeins vera fyrir ágætis upphæð.

Ísak Snær meiddur og missir af fyrsta leik tíma­bilsins

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg, er staddur með liðinu á Spáni þrátt fyrir fréttir um annað. Hann missir hins vegar af bikarleik gegn Patrik Sigurði Gunnarssyni og félögum í Viking.

Ekki refsað fyrir að minnast Atsu

Dómari í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór á svig við reglurnar til að sýna því virðingu þegar Mohammed Kudus minntist síns gamla félaga Christian Atsu.

Lík Christian Atsu komið til Gana

Lík ganverska fótboltamannsins Christian Atsu var flutt til Gana en hann fórst í jarðskjálftanum ógurlega í Tyrklandi fyrir tveimur vikum.

Arnór tryggði Norrköping bikarsigur | Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu

Það var nóg um að vera hjá íslenskum knattspyrnumönnum í hinum ýmsu deildum og bikarkeppnum í evrópskum fótbolta í dag. Arnór Ingvi Traustason tryggði Íslendingaliði Norrköping sigur gegn GAIS í sænska bikarnum og Alfreð Finnbogason bjargaði stigi fyrir LYngby gegn toppliði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Ekkert fær Ras­h­ford stöðvað

Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu.

Al­freð bjargaði stigi gegn topp­liðinu

Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli.

Ten Hag reddaði Kea­ne miðum á úr­slita­leikinn

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, stóð við loforð sitt og reddaði Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins, tveimur miðum á leik Man United og Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.

„Hefðum mátt vera að­eins ró­legri þegar við vorum komnar þangað“

„Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni.

Þjálfari Atla og Orra Steins fer sömu leið og Conte

Antonio Conte, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, er einkar strangur þegar kemur að mataræði leikmanna sinna. Thomas Nørgaard, nýráðinn þjálfari Sønderjyske í dönsku B-deildinni, hefur ákveðið að fara að fordæmi Conte. Þeir Atli Barkarson og Orri Steinn Óskarsson leika með Sønderjyske.

Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United?

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani.

Karius snýr aftur í úr­slitum deildar­bikarsins

Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins.

„Farið að líta út eins og það Liver­pool sem við erum vanir“

„Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

„Ekki boð­legt“

„Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Real vaknaði undir lokin

Real Madríd vann Osasuna 2-0 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Mörkin komu seint í síðari hálfleik.

Inter styrkti stöðu sína í öðru sæti

Inter vann 3-1 sigur á Udinese í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Inter þremur stigum upp fyrir nágranna sína í AC Milan í töflunni.

Fylkir rúllaði yfir Þór | KA vann í Grafar­vogi

Fylkir, sem leikur að nýju í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar, vann einkar öruggan 5-0 sigur á Þór Akureyri í Árbænum. Þá gerði KA góða ferð í Grafarvog og vann 2-1 sigur á Fjölni.

Stoltur af sínum mönnum eftir dramatískan sigur

„Við sýndum mikinn karakter og þrautseigju með því að koma tvívegis til baka og enda á að vinna leikinn,“ sagði Mikel Arteta um dramatískan 4-2 sigur sinna manna í Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Ömur­legt gengi Chelsea ætlar engan endi að taka

Graham Potter hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea og ömurlegt gengi liðsins undir hans stjórn hélt áfram í dag þegar fallkandídatar Southampton unnu 1-0 útisigur á Brúnni.

Sjá næstu 50 fréttir