Fleiri fréttir

Jón Daði skaut Bolton í undanúrslit

Jón Daði Böðvarsson skoraði eina mark Bolton er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum enska EFL bikarsins í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Portsmouth.

Haller snéri aftur á völlinn eftir krabbameinsmeðferð

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Haller snéri aftur á völlinn í dag í vináttuleik fyrir þýska liðið Borussia Dortmund. Haller hafði verið frá keppni frá því seinasta sumar þegar hann greindist með illkynja æxli í eista.

FH staðfestir komu Kjartans Henrys

FH hefur tilkynnt komu Kjartans Henrys Finnbogasonar til liðsins frá KR. Hann mun því spila með liðinu á komandi sumri í Bestu deild karla.

Margrét hitti goð­sögnina Buf­fon strax á fyrsta degi

Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon.

Kefla­vík byrjað að safna liði

Eftir að hafa statt og stöðugt misst leikmenn úr leikmannahópi sínum hefur Keflavík loks sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og lék síðast með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Kjartan Henry í þann mund að semja við FH

Samkvæmt heimildum hlaðvarpsins Dr. Football mun FH tilkynna að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason sé genginn í raðir félagsins og muni spila með því í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar.

Bale leggur skóna á hilluna

Gareth Bale, leikmaður Los Angeles FC og velska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hillu. Bale er aðeins 33 ára gamall.

Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans

Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum.

Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma.

Börsungar styrktu stöðu sína á toppnum

Barcelona er nú með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sterkan 0-1 útisigur gegn Atlético Madrid í stórleik 16. umferðarinnar.

Napoli jók forskot sitt á toppnum

Napoli er nú með sjö stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir að liðið vann öruggan 2-0 útisigur gegn Sampdoria í kvöld.

Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni.

Alexandra skoraði í stórsigri Fiorentina

Fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. Alexandra Jóhannsdóttir var á skotskónum þegar Fiorentina vann öruggan 4-0 útisigur gegn Verona.

Ancelotti þarf ekki Bellingham

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur svo gott sem útilokað að Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, muni skipta yfir til Real Madrid á næstunni.

Leeds fór illa að ráði sínu gegn B-deildar liði Cardiff

Úrvalsdeildarliðið Leeds United lenti í vandræðum með B-deildar lið Cardiff City í ensku FA bikarkeppninni í dag en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 26 sæti skilja liðin af en Cardiff er í 20. sæti Championship deildarinnar á meðan Leeds er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir