Fleiri fréttir

Monza stal stigi af Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Monza í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Willum og félagar aftur á sigurbraut

Willum Þór Willumsson og félagar hans í Go Ahead Eagles eru komnir aftur á sigurbraut eftir 2-0 útisigur gegn Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

Chelsea staðfestir kaupin á Fofana

Enska fótboltafélagið Chelsea hefur staðfest kaup sín á hinum tvítuga framherja David Datro Fofana sem gengur til liðs við Lundúnafélagið frá norska meistaraliðinu Moled. 

Frakkar halda tryggð við Deschamps

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.

Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum.

Alfons hóf tíma sinn hjá Twente á sigri

Alfons Sampsted lék sinn fyrsta leik fyrir hollenska félagið Twente er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Allslaus Alli sem enginn vill

Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

Stjóri Benfica sakar Chelsea um vanvirðingu

Roger Schmidt, knattspyrnustjóri Benfica, hefur gagnrýnt Chelsea fyrir að falast eftir argentínska heimsmeistaranum Enzo Fernández og sakar enska félagið um vanvirðingu.

Gianluca Vialli látinn

Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára.

Vilja byggja völl í nafni Pelé á Breiðdalsvík

Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal hefur sent Knattspyrnusambandi Íslands bréf þar sem þeir lýsa yfir áhuga á byggður verði völlur á Breiðdalsvík í nafni brasilísku goðsagnarinnar Pele.

Nottingham Forest úr fallsæti eftir góðan útisigur

Nottingham Forest lyfti sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Southampton. Leeds gerði jafntefli við West Ham á heimavelli og þá var niðurstaðan einnig jafntefli í leik Aston Villa og Úlfanna.

Flóðgáttirnar opnuðust hjá Tottenham

Tottenham Hotspur vann 4-0 stórsigur á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Tottenham eftir að deildin fór af stað á nýjan leik eftir hlé.

Dzeko tryggði Inter sigur á toppliði Napoli

Inter vann 1-0 sigur á toppliði Napoli í stórleik umferðarinnar í Serie A í kvöld. Inter er í fjórða sæti deildarinnar en Napoli á toppnum, nú aðeins með fimm stiga forskot.

Sjá næstu 50 fréttir