Fleiri fréttir

Lyngby leitar enn fyrsta sigursins

AGF vann 1-0 sigur á Lyngby í Árósum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lærisveinar Freys Alexanderssonar leita enn síns fyrsta sigurs á leiktíðinni.

Rúnar Alex aftur að láni frá Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið lánaður frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal, líkt og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni fer hann til tyrkneska félagsins Alanyaspor.

Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum

Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu.

Stór­leikur sem bæði lið verða að vinna

Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrir­­­­­sögnunum

Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall.

Reiður Ten Hag lét leik­menn Man Utd hlaupa í steikjandi hita

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður.

Albert lagði upp markið sem skipti sköpum

Albert Guðmundsson lagði upp sigurmark Genoa þegar liðið bar 2-1 sigur úr býtum gegn Venezia í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Rómverjar byrja á naumum sigri

Roma fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið sótti Salernitana heim í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Þór stöðvaði sigurgöngu HK

Þór Akureyri bar 2-0 sigur úr býtum þegar liðið fékk topplið Lengjudeildar karla í fótbolta, HK, í heimsókn í Þorpið í kvöld. 

Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð.

Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í.

Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað

KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk.

Þrjú íslensk mörk fyrir Sogndal

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Sogndal í 4-0 sigri liðsins gegn Mjøndalen. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig á meðal markaskorara hjá Sogndal. 

Þægilegur sigur Bayern München

Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. 

Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu

Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 

Íslenskir sigrar í Skandinavíu

Örebro og Piteå, Íslendingaliðin í Svíþjóð unnu bæði sigur í leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Rosenborg, lið Selmu Sól Magnúsdóttur, 0-2 sigur á útivelli gegn Kolbotn.

Fyrsti sigur Forest í Úrvalsdeildinni í 23 ár

Taiwo Awoniyi tryggði Nottingham Forest fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í 23 ár en Forest lék síðasti sigurleikur Forest í úrvalsdeildinni kom árið 1999. Awoniyi skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Ham.

Tekst Mourinho að skáka röndóttu liðunum úr Norðrinu?

Hitabylgja gekk yfir landið, ríkisstjórnin féll og Íslendingar hrönnuðust á helstu ferðamannastaðina. Með öðrum orðum eru þetta nokkuð hefðbundnir sumarmánuðir sem líða undir lok á Ítalíu um helgina. Á mánudaginn 15. ágúst halda Ítalír hátíðlegan svokallaðan Ferragosto – dag sem markar upphaf tveggja vikna sumarleyfis heimamanna. Hitinn lækkar niður í þolanlegar tölur og farið er að hægja á ferðamannastraumnum þetta árið. Þessi helgi markar þó einnig upphaf tímabilsins í ítölsku A deildinni með heilli umferð sem hófst á leik ríkjandi meistara AC Milan gegn Udinese á stærsta sviðinu – La Scala knattspyrnunnar, San Siro.

Arteta: Aldrei upplifað annað eins

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

De Gea: Þetta var mér að kenna

David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum.

Róbert hafði betur í Íslendingaslag MLS

Róbert Orri Þorkelsson og liðsfélagar hans í CF Montreal höfðu betur gegn Houston Dynamo, þar sem Þorleifur Úlfarsson leikur, í Bandarísku MLS deildinni í nótt. Montreal vann leikinn 3-2.

Redknapp: Martinez of lítill til að spila í hjarta varnarinnar

Jamie Redknapp, sérfræðingur Skysports um ensku úrvalsdeildina í fótbolta karla, telur að Manchester United geti ekki stillt argentínska leikmanninum Lisandro Martinez upp í hjarta varnarinnar ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í næstu leikjum liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir