Fleiri fréttir

Gerrard heldur áfram að versla
Steven Gerrard virðist ætla að klára leikmannamálin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa áður en hann heldur í sumarfrí.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit
Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum.

Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar
„Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Meistararnir skoruðu sjö að Ásvöllum
Íslands- og bikarmeistarar Víkings verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta.

Hjörtur spilaði allan leikinn í tapi
Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa eiga enn ágætis möguleika á að vinna sér sæti í Serie A þrátt fyrir 2-1 tap gegn Monza í kvöld.

Jónatan Ingi allt í öllu í sigri Sogndal
Jónatan Ingi Jónsson var maður leiksins þegar Íslendingalið Sogndal vann 1-3 sigur á Stjordals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta í kvöld

Guðrún og stöllur hennar sænskir bikarmeistarar
Tveir Íslendingar fögnuðu þegar leikið var til úrslita í sænsku bikarkeppnunum í fótbolta.

KA-menn örugglega áfram í 16-liða úrslit
Bestu deildar lið KA er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 4-1 sigur á C-deildarliði Reynis.

Byrjaður að sækja leikmenn frá Red Bull samsteypunni til Leeds
Bandaríski sóknartengiliðurinn Brendan Aaronson mun ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Leeds United í sumar.

Meiðslahrjáð hetja Rómverja
Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Umfjöllun og viðtöl: Fram 3-2 Leiknir | Tíu Framarar kláruðu Leikni í framlengingu
Það voru þónokkrar sviptingar er Fram vann 3-2 sigur á Leikni Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Jannik Holmsgaard reyndist hetja liðsins með marki í framlengingu en Framarar léku færri frá 70. mínútu.

Breiðablik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár
Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman.

Staðgengill Elíasar hetja Midtjylland
Midtjylland er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á OB í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 0-0 jafntefli í úrslitaleiknum í Kaupmannahöfn í dag. Hinn 37 ára gamli David Ousted var hetja Midtjylland.

Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun.

Þrefaldur Evrópumeistari á förum frá Man City
Raðsigurvegarinn Lucy Bronze mun yfirgefa Manchester City. Ekki er ljóst hvar þessi þrítugi hægri bakvörður spilar næst.

Salah mun ekki yfirgefa Liverpool í sumar
Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, hefur staðfest að hann muni ekki yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Sadio Mané.

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði
Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar.

Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt.

Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg
Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur.

Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain.

Vildi koma ferlinum af stað á Íslandi | Húkkaði far á tónlistarhátið á Ísafirði
Alexander Scholz er nafn sem mögulega aðeins stuðningsfólk Stjörnunnar kannast við. Um er að ræða ungan Dana sem kom fótboltaferlinum af stað á nýjan leik á Íslandi áður en hann blómstraði í Belgíu, Danmörku og nú Japan. Hann skaut upp kollinum í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins á dögunum.

Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn
Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn.

Forseti Barcelona líkir PSG við þrælabúðir
Joan Laporta, forseti Barcelona, virðist ekki vera hrifinn af PSG en forsetinn telur að leikmenn liðsins séu þrælar.

Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron
Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir.

Roy Keane: Það verður einhver stunginn
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni.

Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára
Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma.

Umfjöllun og Viðtöl: Stjarnan 0-3 KR | KR áfram í 16-liða úrslit eftir sigur í Garðabænum
KR átti ekki í miklum vandræðum með lið Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Mjólkubikarsins. Gestirnir unnu afar sannfærandi 0-3 sigur í Garðabænum.

Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt
AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru.

Ásgeir: Kominn tími á bikarævintýri
Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, var nokkuð ánægður með frammistöðuna í dag í 2-1 sigri Fylkis á ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Hólmbert hafði betur gegn Brynjari og Viðari
Hólmbert Aron Friðjónsson og liðsfélagar hans í Lillestrøm höfðu betur gegn Brynjari Inga Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni, leikmönnum Vålerenga, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 2-0.

Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn
Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 2-1 ÍBV | Fylkir áfram í 16-liða úrslit
Fylkir vann í kvöld 2-1 heimasigur á ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Mathias Laursen Christiansen og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkismanna en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark Eyjamanna þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Jafnt í Íslendingaslagnum í Noregi
Það var nóg af mínútum hjá íslenskum konum og körlum í norska fótboltanum í dag. Það voru skoruð mörk í öllum leikjum en jafntefli var niðurstaðan í uppgjöri Íslendingaliðanna Bodø/Glimt og Strømsgodset.

Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni
Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports.

Sagður áreita fótboltakonur kynferðislega en ekki refsað af FIFA
Fifpro, alþjóða leikmannasamtökin, hafa gagnrýnt þá niðurstöðu siðanefndar FIFA að sleppa þjálfaranum Diego Guacci við refsingu. Guacci, sem starfað hefur með unglingsstelpum, var meðal annars sakaður um að senda leikmanni óumbeðið klámefni og biðja um myndir í staðinn.

Zlatan í aðgerð og ferlinum mögulega lokið
Zlatan Ibrahimovic verður frá keppni út þetta ár vegna meiðsla og mögulega er ferli þessa fertuga knattspyrnugoðs þar með lokið.

FH ekki tekið neina ákvörðun um Eggert
Óljóst er hvaða áhrif það hefur á stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar hafi nú verið kærð.

Urðu að spila landsleik og þurftu að velja á milli San Marínó og Kasakstan
KSÍ bar skylda til að finna leik fyrir karlalandsliðið í fótbolta í júní, í stað leiks sem átti að vera gegn Rússlandi, og er það aðalástæðan fyrir því að liðið mætir lélegasta landsliði heims, San Marínó, 9. júní.

Niðurfelling máls Arons og Eggerts kærð
Konan sem kærði Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir hópnauðgun í Kaupmannahöfn sumarið 2010 hefur kært ákvörðun héraðssaksóknara um að fella málið niður.

Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu
Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið.

Reyndi að fá Hólmar aftur í landsliðið: „Maður er með nei en getur fengið já“
Arnar Þór Viðarsson reyndi að fá Hólmar Örn Eyjólfsson til að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina fjóra í næsta mánuði.

Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ
Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta.

Aron ekki í landsliðinu en einn nýliði
Arnar Þór Viðarsson hefur valið 25 leikmenn í landsliðshóp karla í fótbolta sem leikur í Þjóðadeildinni í byrjun júní. Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum frekar en síðastliðið ár.

Stuðningsmaður Tottenham í hópi nýju eiganda Chelsea
Todd Boehly hefur farið fyrir samsteypu fjármagnseiganda sem mynda nýjan eigandahóp enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en það eru aðrir sem eiga nú meira en hann í félaginu.