Fleiri fréttir

Hamrarnir héldu út á heimavelli

West Ham og Lyon skildu jöfn er liðin mættust í áttaliða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld, en heimamenn í West Ham þurftu að leika allan síðari hálfleikinn manni færri.

Tíu leikmenn Frankfurt héldu út gegn Barcelona

Barcelona náði ekki að nýta sér liðsmuninn er liðið heimsótti Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin mætast á ný að viku liðinni á Spáni.

Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum.

Ron­aldo segir Roon­ey öfund­sjúkan

Cristiano Ronaldo hefur svarað ummælum sem Wayne Rooney lét falla fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kaup Manchester United á Ronaldo hefðu ekki gengið upp.

Líkir Benzema við gott rauð­vín: „Verður bara betri með aldrinum“

Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri.

Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið.

Sjóðheitur Benzema gerði aðra þrennu

Hinn 34 ára gamli Benzema heldur áfram að sýna allar sínar bestu hliðar en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 1-3 sigri á Chelsea á Brúnni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tap í fyrsta leik U-19 í milliriðli

Íslenska U-19 landslið kvenna tapaði 2-1 gegn því belgíska í milliriðli undankeppni EM 2022. Leikið var á St. George's Park á Englandi í A-riðli.

Ari Leifsson skoraði sjálfsmark og Molde fer í úrslit

Ari Leifsson, leikmaður Strømsgodset, kom inn á sem varamaður og spilaði í 14 mínútur í undanúrslitaleik Molde og Strømsgodset í norska bikarnum í dag. Ari skoraði þriðja og síðasta mark Molde í 3-0 tapi.

„Stórt að ná þriðja markinu inn“

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu

Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir