Fleiri fréttir

Traoré á leið til Barcelona

Spænski kantmaðurinn Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves ef marka má fjölmiðlamanninn og skúbbkónginn Fabrizio Romano. Traoré hóf feril sinn hjá Börsungum.

„Við þurfum að vinna fleiri fótboltaleiki“

Jóhannes Karl Guðjónsson tók í vikunni við stöðu aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er bjartsýnn á framhaldið hjá landsliðinu, en segir að liðið þurfi að fara að vinna fleiri fótboltaleiki.

Daníel Leó í pólsku úrvalsdeildina

Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni frá enska B-deildarliðinu Blackpool.

Finnur Orri aftur til FH

Finnur Orri Margeirsson er genginn í raðir FH frá Breiðabliki sem hann lék með á síðasta tímabili.

Qvist til liðs við Breiða­blik

Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu næsta sumar. Hann kemur til félagsins frá AC Horsens í Danmörku.

Þarf að semja frið við lukkudýrið

Roy Hodgson er mættur á Vicarage Road í Watford sem nýr knattspyrnustjóri samnefnds félags. Þar bíður hans lukkudýr sem hann sagði á sínum tíma að hagaði sér „svívirðilega“.

Roy Hodgson tekinn við Watford

Hinn 74 ára Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Watford og mun hann stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni út tímabilið.

Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur.

Balotelli blómstrar með Birki og fékk landsliðssæti

Mario Balotelli hefur verið valinn í ítalska landsliðshópinn í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 2018, nú þegar Evrópumeistararnir búa sig undir leiki sem ráða því hvort þeir komist á HM í Katar.

Minnst sex létust í troðningi fyrir sigur Kamerún

Kamerún, mótshaldari Afríkukeppninnar í knattspyrnu, er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Kómoreyjum í kvöld. Mikill áhugi var fyrir leiknum og reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum.

Alexander Helgi ekki með Breiða­bliki í sumar

Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson mun ekki spila með Breiðabliki í sumar. Hann hefur samið við sænska þriðju deildarfélagið Vasalunds um að leika með liðinu meðan hann stundar nám í Svíþjóð.

Enrique og Lopetegui á lista United

Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra.

Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina

Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis.

Sjá næstu 50 fréttir