Fleiri fréttir

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Liverpool tilbúið að dæma hrækjarann í ævilangt bann

Liverpool hefur hafið rannsókn á stuðningsmanninum sem á að hafa hrækt á starfslið Manchester City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann gæti fengið ævilangt bann frá leikjum á Anfield.

Ferguson gagnrýndi ákvörðun Solskjærs

Sir Alex Ferguson virtist gagnrýna Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir jafnteflið við Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Salah er betri en Messi og Ronaldo“

Mohamed Salah er betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi framherji Blackburn Rovers, Chelsea, Celtic og fleiri liða.

Segist ekki vilja velja á milli fjöl­skyldunnar eða fót­boltans

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu.

Loks búinn að finna sér nýtt lið

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er loks búinn að finna sér nýtt lið en hann fór frítt frá Tottenham Hotspur í sumar. Fílabeinsstrendingurinn samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Villareal í dag.

E­ver­ton vill fá Van de Beek

Mögulegt er að enska knattspyrnufélagið Everton geri tilboð í hollenska miðjumanninn Donny Van de Beek í janúar. Miðjumaðurinn hefur ekki fengið mikið að spila hjá Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2020.

Mikael og Daníel koma inn í landsliðshópinn

Mikael Egill Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir inn í A-landsliðið í fótbolta í stað Jóhanns Berg Guðmundssonar og Jóns Guðna Fjólusonar.

Segir að Salah sé besti leikmaður í heimi

Jamie Carragher segir að Mohamed Salah sé besti leikmaður heims um þessar mundir. Egyptinn átti stórleik þegar Liverpool og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum.

Þunga­vigtin: „Vanda frétti af valinu og fjandinn var laus“

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar fara þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir málefni Knattspyrnusambands Íslands. Fullyrt er að KSÍ hafi ráðið almannatengla til að fara yfir hvað landsliðsþjálfarinn ætti að segja á blaðamannafundi og að nýr formaður KSÍ hafi haft áhrif á landsliðsvalið.

KSÍ staðfestir að Jón Guðni missir af landsleikjunum

Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson meiddist með félagsliði sínu Hammarby í dag og þarf því að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 nú á næstu dögum.

Bayern tapaði ó­vænt á heima­velli

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili en liðið lenti á vegg þegar Eintracht Frankfurt mætti á Allianz-völlinn í dag, lokatölur 2-1 gestunum í vil.

Jón Guðni fór meiddur af velli í tapi gegn Norrköping

Landsliðsmiðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli er Hammarby tapaði 3-1 fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Miðvörðurinn gæti misst af landsleikjum Íslands gegn Armeníu og Liechtenstein.

Ó­vænt tap Real í Kata­lóníu

Real Madríd tókst ekki að slíta sig frá nágrönnum sínum í Atlético á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, er liðið heimsótti Espanyol í Katalóníu. Fór það svo að heimamenn unnu óvæntan 2-1 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir