Fleiri fréttir

Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun

Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september.

Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé

Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. 

Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“

Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum.

„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United.

Stuðningsmenn Chelsea munu minnast grínistans vinsæla

Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Chelsea munu minnast grínistans Sean Lock á næsta heimaleik liðsins við Aston Villa. Lock lést nýverið eftir baráttu við krabbamein en hann var ársmiðahafi á Stamford Bridge.

Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu.

Sama sagan hjá Skyttunum

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Nik Chamberlain: Við spiluðum mjög vel og pressuðum vel

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með baráttusigur sinna kvenna er þær tóku á móti Þór/KA í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Kaflaskiptur leikur sem endaði með eins marks sigri Þróttar, 1-0. 

AC Milan byrjar á sigri án Zlatans

AC Milan vann 1-0 útisigur á Sampdoria í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom snemma leiks.

Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu

Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu.

„Þetta er svolítið glórulaust hjá mér“

„Þetta gerðist svo fljótt að það eina sem mér datt í hug var að henda hausnum fyrir þetta. sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, um björgun sína á marklínu með höfðinu er lið hans vann Val 2-1 í toppslag í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Sölvi Geir segist ætla að hætta eftir tímabilið og vill kveðja með Íslandsmeistaratitli.

Dómari féll á kné eftir að hafa gert mis­tök

Kostulegt atvik átti sér stað í leik Vendsyssel og Fredericia í dönsku B-deildinni í knattspyrnu um helgina. Dómari leiksins áttaði sig þá á mistökum sem hann gerði og féll á kné sér áður en hann baðst afsökunar.

Gunnar og Kaj Leo í lands­liðs­hópi Fær­eyja

Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, vængmaður Íslandsmeistara Vals, hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mun spila þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar.

Erlingur fann fyrir ó­þægindum og var tekinn af velli

Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli í fyrri hálfleik á 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Erlingur og Haukur Páll Sigurðsson skullu saman með þeim afleiðingum að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks.

Með för á hálsinum eftir stuðningsmenn Nice

Upp úr sauð þegar Nice og Marseille áttust við í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Átök brutust út á milli leikmanna og stuðningsmanna eftir að flösku var kastað í Dimitri Payet.

Andri Fannar í danska stórveldið

Landsliðsmaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er genginn í raðir danska stórliðsins FC Köbenhavn. Hann kemur til félagsins að láni frá Bologna á Ítalíu.

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Manchester United jafnaði úti­vallar­met Arsenal um helgina

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs.

Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku

Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar

Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.

Sjá næstu 50 fréttir