Fleiri fréttir

Diego Maradona er látinn
Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.

„Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið“
Leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta karla setur stefnuna á A-landsliðið.

Þessi eru tilnefnd sem bestu leikmenn og bestu þjálfarar fótboltans á árinu 2020
Fjórir leikmenn Liverpool og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fá tilnefningu sem bestu fótboltamenn ársins hjá FIFA en alls voru ellefu fótboltakarlar og ellefu fótboltakonur tilnefnd í dag.

„Erfitt að brjóta þetta lið“
„Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun.

Tók metið af Sigga Jóns og fór sextán ára til Real Madrid en hvað gerðist svo?
Margir eru eflaust búnir að afskrifa undrabarnið Martin Ödegaard en Norðmaðurinn er enn að reyna að standa undir væntingunum hjá Real Madrid og spilar líklega með liðinu í Meistaradeildinni í kvöld.

Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ.

Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá
„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið.

Kristín Erna komin aftur heim
Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin aftur heim til ÍBV eftir eitt tímabil með KR-ingum.

Mourinho keypti 90 þúsund króna kjötlæri fyrir Reguilón eftir sigurinn á City
Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilón fékk verðlaun frá José Mourinho eftir sigur Tottenham á Manchester City.

Klopp: Hann spilar á tólf hljóðfæri í hljómsveitinni okkar
Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu.

Telur að fótboltakonur séu líklegri til að þjást af heilabilun en fótboltakarlar
Enskur taugalæknir telur að fótboltakonur eigi á meiri hættu á að fá heilabilun en fótboltakarlar.

Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi
Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina.

Hermdi eftir Ronaldo þegar hann skoraði gegn Juventus og bað svo um treyjuna hans eftir leikinn
Leikmaður Ferencváros hermdi eftir fagni Cristianos Ronaldo þegar hann skoraði gegn Juventus.

Sjáðu þrumufleyg Fernandes, dramatískt sigurmark Juventus og mörk Hålands
Nokkur lagleg mörk litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í gær.

Håland kominn með fleiri Meistaradeildarmörk en Ronaldo og Zidane
Norski framherjinn er búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeild Evrópu en nokkrir af bestu leikmönnum heims þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur.

Fernandes fórnaði möguleikanum á þrennu og leyfði Rashford að taka víti
Bruno Fernandes sýndi mikla óeigingirni þegar hann leyfði Marcus Rashford að taka vítaspyrnu þegar hann átti möguleika á að ná þrennu gegn Istanbul Basaksehir.

Fyrrum stjóri Tottenham telur liðið hæglega geta unnið deildina
Tottenham Hotspur trónir á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar níu umferðir eru búnar. Liðið hefur hinsvegar ekki unnið Englandsmeistaratitil síðan árið 1961 og ekki unnið titil síðan 2008, þegar liðið vann enska deildarbikarinn.

Messi-lausir Barca menn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum
Barcelona gaf Lionel Messi frí í kvöld þegar liðið heimsækir Dynamo Kiev í Úkraínu en með sigri í þessum leik þá tryggja Börsungar sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Man Utd hefndi fyrir tapið í Istanbul
Manchester United vann góðan 4-1 sigur á Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Ferð Gary Martin til Tene breyttist í martröð
Gary Martin ætlaði að fara í afslöppunar og æfingaferð til Tenerife, en sú ferð átti heldur betur eftir að breytast í martröð.

De Bruyne vill fá Grealish til City
Grealish hefur farið á kostum fyrir Aston Villa í upphafi tímabilsins og Guardiola spurði Belgann Kevin de Bruyne um álit sitt á Grealish eftir að Belgía og England mættust í Þjóðadeild UEFA.

Giroud tryggði Chelsea dramatískan sigur á Rennes
Chelsea hefur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gunnar Einarsson ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvíkur
Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla. Hann tekur við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni.

Zlatan ósáttur við að tölvuleikjaframleiðandi noti nafn hans og útlitseinkenni án leyfis
Zlatan er þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan.

Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland
Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits.


Áhorfendum gæti verið bannað að hrópa, syngja og drekka á leikjum á Englandi
Þótt áhorfendur megi mæta á leiki á Englandi frá og með 2. desember verður ekki sama stemmning og venjulega.

Í fýlu yfir að fá ekki „sitt“ sæti í liðsrútunni og hent úr hóp fyrir Meistaradeildarleik
Leikmaður Club Brugge fór ekki með liðinu til Dortmund vegna reiðiskasts sem hann tók þegar hann mátti ekki sitja á uppáhalds staðnum sínum í liðsrútunni.

Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki
Íslendingurinn í liði Bodø/Glimt segist ekki vita mikið um þá hefð stuðningsmanna liðsins að mæta með risastóra gula tannbursta á leiki þess.

Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft
Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM.

Gummi Tóta um vítið örlagaríka: „Virkilega erfitt augnablik“
„Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka,“ segir Guðmundur Þórarinsson, söngvari og leikmaður New York City í bandarísku MLS-deildinni.

Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni.

Sara og Evrópumeistararnir mæta Juventus og óvenjulegur Íslendingaslagur
Dregið var í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Evrópumeistarar Lyon fengu alvöru verkefni.

Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt
Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum.

Carragher: Lét leikmenn Man. City líta barnalega út
Harry Kane reyndist varnarmönnum Manchester City erfiður um helgina og þeir hinir sömu fengu skömm í hattinn hjá gamla Liverpool manninum.

Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður.

Zlatan tókst að pirra sænska landsliðsþjálfarann
Zlatan Ibrahimovic virðist hafa tekist ætlunarverk sitt með Instagram-færslu þar sem hann ýjaði að endurkomu í sænska landsliðið; að pirra landa sína.

Klopp pirraður: „Veit ekki hvort við endum tímabilið með ellefu menn“
Knattspyrnustjóri Liverpool vill að rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar á Englandi taki höndum saman og lagi leikjadagskrána til að vernda leikmenn.

Alls sjö leikmenn Man United í draumaliði Tevez
Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö fyrrum samherjar hans hjá Manchester United í liðinu.

Jóhann Berg sá sjötti sem nær hundrað leikjum í ensku úrvalsdeildinni
Jóhann Berg Guðmundsson varð í kvöld sjötti Íslendingurinn til að leika 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hafa þeir allir komið í treyju Burnley.

Messi ekki með til Úkraínu
Spænska stórliðið Barcelona mætir Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag. Enginn Lionel Messi verður í leikmannahópi Börsunga er leikurinn hefst.

Jafnt hjá Úlfunum og Southampton
Southampton náði ekki að vinna fjórða deildarsigurinn í röð er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolverhampton Wanderers í kvöld.

Belgíski bakvörðurinn á leið til Akureyrar?
Svo virðist sem hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx sé við það að ganga til liðs við KA. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir Gumma Ben.

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping er liðið lagði Falkenbergs 4-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar.

Wood tryggði Burnley fyrsta sigurinn á leiktíðinni
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley unnu loksins leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni er Crystal Palace heimsótti Turf Moor í kvöld.